Lýðræðið og gamansemi

Forsætisráðherra gerir grín að lýðræðinu þegar hann segir fyrstu þjóðaratkvæðagreiðslu lýðveldisins skrípaleik og ekkert sé um að kjósa og miklu betri samningur liggi á borðinu.

Sendiherra úr Dölum vestur gerir grín að lýðræðinu í Fréttablaðinu í dag þegar hann segir að hjarðmennska hafi náð hámarki þegar þjóðinni hafi verið skipað á kjörstað um ekki neitt. 

Jón Gnarr er sagður alvöru grínisti þó hann vilji bjóða fram lista til borgarstjórnar í Reykjavík og geta þannig verið nær ,,öndunum".

Kosningakerfið í Reykjavík er grín þar sem 15 borgarfulltrúar í 120 þúsund manna byggð fara með mannaforráð, þegar 7 sveitarstjórnarmenn eru í hreppsnefnd 400 manna sveitarfélags á Norðurlandi.

Mesta grínið er þó sú hugmynd stjórnvalda að girða fljótandi og logandi hraun af til að atkvæðin brenni ekki upp svona rétt fyrir sveitastjórnarkosningar og valdi kosningaspjöllum.

Það er búið að vera svo mikið grín í dag út af 1. apríl að ég þori ekki að blogga meir að sinni.

Ég trúi engu lengur , alls engu.


mbl.is Besti flokkurinn fengi 14% og tvo menn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband