,, Aðeins 10 Líberíudollara virði"

Morgunblaðið skýrir frá því að Magnús R. Magnússon safnari hafi rekist á frímerkjaörk frá Líberíu sem hafi að geyma teikningu af Forseta Íslands.

Sagt er frá því að póstyfirvöld í Líberíu hafi gefið út frímerki af helstu þjóðarleiðtogum heims hátt í 200 árið 2000. Tekið er fram í fréttinni að frímerkið með Forseta Íslands sé aðeins 10 dollara virði eða jafnvirði 18 kr ísl.

Spurningin sem vaknar við þessa frétt Mbl., er hvort þjóðarleiðtogum hafi verið raðað upp í virðingarröð eftir verðgildi eða hvort þetta sé innanlandsgjald undir bréf í Líberíu?

Ekki kemur fram í fréttinni hvort Davíð Oddsson fv. forsætisráherra Íslands hafi verið þrykktur á frímerki og hvort þar sé um einhvern verðmun að ræða.


mbl.is Frímerki frá Líberíu með forseta Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Samt er þetta allt of hátt gjald fyrir að sleikja bakhliðina á Ólafi Ragnari.

Axel Jóhann Axelsson, 6.2.2010 kl. 11:08

2 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

En ef það kæmi frímerki með Dorrit?

Þorsteinn H. Gunnarsson, 6.2.2010 kl. 13:16

3 Smámynd: Svavar Bjarnason

Svona til samanburðar væri gaman að vita hvað verð er á frímerkinu sem þeir gáfu út með Clinton, en mér er sagt að það hafi verið gefið út. 

Svavar Bjarnason, 6.2.2010 kl. 18:40

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Út frá kommenti hér að ofan vaknar spurning hvort menn séu tilbúnir að borga meira fyrir að sleikja Ólaf að framan?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.2.2010 kl. 23:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband