Eru alþingismenn starfi sínu vaxnir? Hvar er gæðaeftirlitið?

Ekki þykir mér óeðlilegt að lögmenn velti störfum Alþingis fyrir sér. Fanney Rós Þorsteinsdóttir, lögmaður hjá Ríkislögmann, sagði í erindi sínu um Landsréttarmálið á málþingi hjá Háskólanum í Reykjavíkí dag, að Mannréttindadómstóll Evrópu telji að Alþingi hafi brugðist eftirlitshlutverki með því að samþykkja skipan dómara við Landsrétt. Þetta er haft eftir Fanney Rós í Morgunblaðinu  sem ég les hér minni tölvu. Sko, hér er margt að athuga. Þá kemur fyrst fram í hugan hver lítur eftir hverjum og hvernig virkar gæðakerfi Alþingis. Ég sem leikmaður veit það ekki nema svona rétt til að vera viðræðuhæfur í fermingarveislum og jólaboðum. Þetta er nú náttúrlega háskalegt fyrir alþingismenn, ef flókin mál steypist yfir þá í hringiðu umræðunnar og menn botna ef til vill ekki neitt í neinu. Þetta er eins og að ef sjómenn sem þurfa að lesa sig frá bátaþilfari og framm í lúkar. Þá vita þeir vel hvernig þeir eiga að fara. Alþingismenn vita það ekki. Nú orði eru ekki margir lögmenn á Alþingi eins og var í gamladaga og oft á tíðum mjög óreynt fólk því það er menn leita í að vera alltaf að yngja upp á framboðslistunum til að koma til móts við tíðarandann.

Hér fyrir margt löngu vorum við nokkrir bændur í málefnavinnu þegar búvörulög voru fyrst sett og þótti mörgum þar hafi verið illa staðið að málum, svo ekki sé sterkara tekið til orða. Fengum við þá Sigurð Líndal sem er þjóðþekktur maður hvað varðar kunnáttu í lögum og lögfræði eins og hún á að virka. Hann fór yfir þessi mál okkar og skrifaði um setnigu búvörulaga lærða ritgerð sem hann nefndi Stjórnkerfi búvöruframleiðslunnar og stjórnskipan Íslands. Til að koma máli mínu sem skjótast fram þá stekk ég yfir alla skurði og girðingar og hef það eftir sem í formála þessa rits er skrifað í lokinn af Sigurði. Nú er Sigurður búin að draga sig af vettvangi opinberrar umræðu svo mér er nauðsyn að fara með þettan í texta.,,

Hann leyfir sér að vona að missagna gæti ekki mikið, en þær sem leynast kunna séu ekki svo meinlegar að raski þeirri meginniðurstöðu að Alþingi valdi tæplega mikilvægasta hlutveri sínu að setja landsmönnum lög. Þetta er dagsett 25.. mars 1992.

Það vildu fáir vita af þessu og allra síst upp í Bændahöll.

Hefur þetta eitthvað lagast? Það er óljóst og ekki gefur þessi sýn Fanneyjar tilefni til að álykta að svo sé.

Lagasetningarferlið getur væntanlega verið eitthvða á þessa leið: Frumvarp oftast samið í ráðuneytum menn ráð varla við það sjálfir og hafa ef til vill ónóga lögfræðilega aðstoð til að semja sjálfir. Síðan kemur þetta í nefnd, umsagnir og fundarhöld fyrir nefnd eru löng og ströng ýmsir fyrirvarar gerðir. Svo eru trippin rekin áfram og málið velkist í þinginu. Þar ræða þingmenn málið fram og aftur og engin getur stöðvað  málið ef einhver vitleysa er í gangi.

Niðurstaða: Alþingi þarf að vanda sig mikið og svona útkoma eins og Landsréttarmálið er ekki bjóðandi frá þessari elstu löggjafarsamkomu sem þekkt er. Og nú fer ég ekki til lögreglunar að gefa skýrslu, en ég mun þvæla þessum bændamálum eins og kostur er í Miðstöð talaðs máls, sem nú er orðin til svo eftirkomendur geti rannsaka hvernig komið er fyrir Alþingi.


mbl.is Alþingi fékk pillu frá MDE
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. desember 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband