Óheimilt að refsa tvisvar fyrir sama brot

Eins og ég skil þetta þá er óheimilt að refsa tvisvar fyrir sama brot.

Þá er ástæða til að íhuga það sem tíðkast hér varðandi umferðarlögin þar sem fólki er refsað fyrir umferðalaga brot, með sektum og svo er bætt við punktum sem geta hlaðist upp og endað með ökuleyfissviftingu.

Það er nú merkilegt að Hæstiréttur lætur máta sig trekk í trekk.

Held að dómarar í Hæstarétti ættu nú að fara að hittast á kaffistofunni og ræða hvað sé hægt að gera í stöðunni. Það er útilokað fyrir réttinn að halda svona áfram og verða heimsskítsmát í orðsins fyllstu merkingu.

Borgararnir get ekki sætt sig við það lengur að þurfa að fara til dómsstóla yfir hafið eins og á dögum Jóns Hreggviðssonar með ærnum kostnaði og áhyggjum.

Hæstiréttur verður að hverfa frá villu síns vegar. Spurning hvort ekki væri gott fyrir dómara að fara í námsleyfi.

Var það ekki hjólreiðamaður sem byrjaði með það að raglast í réttinum?

Og nú þetta.

 


mbl.is Fordæmisgefandi fyrir fjölda mála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. maí 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband