Stjórnarskráin vanburðug varðandi leiðsögn á sölu eignum ríkisins

Tímasetning og tilurð á þessari skýrslu er að mínu mati og hugboði, er úthugsuð af Sigmundi Davíð og Vigdís vinkona er sett í verkið. Skýrslan er til mótvægis þeirri uppákomu sem Sigmundur fyrirséð átti vona á að stand frammi fyrir á þessum tímapunkti og átti að vera einskonar hjámiðjuhjól í umræðunni og vopnasmíð til að leiða hana í aðra átt. Skýrslan er að því leiti prívat skjal að hún er ekki frá fjárlaganefnd í heild sinni heldur frá Vigdísi og aðstoðarmanni hennar. Nafn Alþingis er misnotað í þessu tilliti. Það eru engir lýðræðisferlar við gerð skýrslunnar eftir því sem ég skynja best.

Þá er verið að slá um sig með því að auglýsa að þetta kosti ekkert eða 90 þús sem greitt er af skýrslugerðarfólki eins og í hverju öðru afmæli. Þetta er gert til að ganga í augun á almenningi um ráðdeild og sparsemi.

Hitt er svo annað mál að ástæða er til að athuga það ef ríkið afhendir fjárhagsleg verðmæti án lagaboðs frá Alþingi.

Stjórnarskrá lýðveldisins mælir fyrir um það hvernig því skuli hátta og hafa þingmenn farið eftir því við sölu fasteigna og jarða að afla lagaheimildar til þess og er það viðurkennd aðferð á Alþingi.

Ákvæði í stjórnarskrá um sölu fasteigna: 40. gr. Engan skatt má á leggja né breyta né af taka nema með lögum. Ekki má heldur taka lán, er skuldbindi ríkið, né selja eða með öðru móti láta af hendi neina af fasteignum landsins né afnotarétt þeirra nema samkvæmt lagaheimild.

Þar höfum við það, en ekki er farið nákvæmar út í það hvað má selja og hvað ekki. t.d. er ekki orðu um banka eða verðmæt félög og þá spurning hvort hvað gildi um þetta tilfelli sem hér um ræðir.

Hér vantar stjórnardómsstól til að úrskurða um þetta mál. En úr því sem komið er reynandi að þvæla því til Hæstaréttar í einhverri mynd. Eins ætti fjármálaráðherra að hlutast til um að fá 3 valinkunna og trausta lögmenn til að semja lagaálit um þessa afhendingu á bönkunum sem um er deilt og spyrja hvort þetta rími við stjórnarskrána og lýðræðisleg vinnubrögð.

Það liggur í hlutarins eðli að Alþingi á að hafa síðasta orði um sölu verðmæta ríkisins að mínu mati og skiptir þá ekki máli hvaða stjórnarmeirihluti fer með völd eða einstakir ráðherrar sem eru á vettvangi og ráðslagast með fjármál ríkisins.

Lýðveldinu er fyrst og fremst stjórnað með stjórnarskrá, lögum og reglum. Og í þessu tilfelli er það óklárt hvort það hafi verið gert.


mbl.is Skýrslan kostaði 90 þúsund krónur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. september 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband