Misskilningur sjávarútvegsráðherra um álagningu veiðigjalda

sumarfri_2007_072.jpgSjávarútvegsráðherra er að reyna misskilja þetta mál eitthvað ( lúmskur áróður). Skatturinn er  hvorki á land eða landshluta. Hann virkar aðalega á hlutafélög eða rekstur sem stendur fyrir veiðum. Aðilar sem standa að slíkum rekstri í gegn um hlutafjáreign sína eru með búsetu víða í samfélaginu og ekki hvað síst á suðvesturhorninu. Þeir fá því aðeins minni gróða, þó þeir  eigi auðvita rétt að fá  vexti á þá peninga sem þeir keyptu hlut fyrir.

sumarfri_2007_087.jpgMálið er að taka eitthvað af arðinum, eitthvað pínulítið brot eftir að rekstrarkosnaður hefur verið greiddur til að stand undir t.d. þeim stofnunum sem þjónusta þessa rekstraraðila svo sem Hafró og Fiskistofu t.d.. Varla eiga þéttbýlisbúar á Suðvesturhorninu að halda þessum stofnunum uppi með skattgreiðslum sem þjónustar prívat fólk.

2014-06-08_13_11_24.jpgAlveg eins og veiðimaður við ár og vötn þarf að borga veiðileyfi og rjúpnaskytta þarf að borga veiðileyfi í einkalöndum, þá er eðlilegt að borga gjald fyrir að nota sjávarauðlindina.


mbl.is Veiðigjöld ekki sanngjörn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. maí 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband