Fer Davíð í framboð til forseta Íslands?

Ég hef haft um það hugboð í langan tíma að það geti komið til þess að Davíð Oddson langi til að verða forseti Íslands. Þetta er einungis hugboð sem hefur verið að veltast um í kollinum á mér um nokkurt skeið. Fyrir því eru nokkrar ástæður.

1. Sjálfstæðismenn hafa oft rennt hýru auga til Bessastaða og að getað helgað sér forsetann, en aldrei auðnaðst það.

2. Nú eru kjöraðstæður til þess:

a) margir frambjóðendur gera það að verkum að fylgið kemur til með að tvístrast á marga og hægt að komast inn á lágri prósentu tölu.

b) ef einn sterkur frambjóðandi kæmi fram sem væri tengdur Sjálfstæðisflokknum maður talar nú ekki um fv. leiðtogi flokksins gæti kjarnafylgi xD dugað til að koma kandidat að og Davíð nýtur mikils stuðnings Sjálfstæðismanna og þeir mæra hann við hvert fótmál.

(a+b) En þetta er bara hugboð og það hefur styrkst eftir birtingu greinar eftir Hannes H. Gissurason í Morgunblaðinu nú fyrir skömmu og allar flottu myndirnar af Davíð og eftir því sem mér skilst að blaðið hafi verið borið út mjög víða.

Herfræðinn er þá þessi að sem flestir bjóði sig framm. Það þarf að fara hljótt og söfnun meðmælenda er tiltölulega auðveld þar sem einungis þyrfti að setja bensín á kosningavél xD og fara eins og hvítur stormsveipur um landið á síðasta fresti.

Góðr stundir á hátíðar degi verkalýðsins.


mbl.is „Lokaákvörðunin var auðveld“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. maí 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband