Hver á að borga Vatnsdalsbrúna?

Þó Vegagerð ríkisins hafi þær skildur að hafa brýr þar sem þeirra er þörf, getur verið álitamál hver á að bæta þessa brú sem eyðilögð var.

Þar kemur helst til skoðunar hvort bíllinn hafi verið innan settra marka með þyngd sem leyfð er á brúna. Hafi það ekki verið ætti trygging bílsins væntanlega að borga tjónið. Ef engar viðvaranir voru við brúna um öxulþunga hefur ökumaður verið í góðri trú að komast yfir.

Þetta mál getur allt þvælst fyrir mönnum að taka ákvörðun um hvað er best að gera.

Eðlilegra hefði verið að setja vað á ána og nota það til efnisflutninganna fremur en að böðlast á brúnni sem virðist rétt geta dugað fyrir almenna fólks og jeppa umferð.

Samkvæmt Hjálmri Kárdal á facebooksíðunni vörubílar og flutningabílar, var þessi brú sett upp 1953 og 1954 og er því kominn til ára sinna orðin 62 ára, er þar gerð grein fyrir hvernig brúin var sett saman. Áhugaverð er lýsing Hjálmars, hvernig brúrbitarnir voru hnoðaðir saman við uppsetningu brúarinnar.

Vað á ánni getur dugað til bráðabyrgðar sé það haganlega gert, Vatnsdalsá er varla mjög vatnsmikil en gæti orði viðsjárverð að vetri til.

Nokkurt óhagræði er fyrir íbúa að missa þessa samgöngubót og vonandi að málið leysist innan eðlilegra tímamarka.

Innanríkisráðherra Ólöf Nordal hefur væntanlega einhverjar tilfinningar til þessarar sveitar þar sem afi hennar Sigurður Nordal er fæddur að Eyjólfstöðum ú Vatnsdal og gæti hún orði þokkalegur bandamaður Vatnsdælinga í þessu máli.

 


mbl.is Vilja aðra brú sem allra fyrst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. ágúst 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband