Innflutningur á mjólk hafinn frá Svíþjóð

Konan sendi mig út í búð að kaupa mjólk. Ég hlýddi eins og ég geri alltaf og skundaði að kælinum og tók tvær laktósafríar fernur frá Örnu að vestan að ég taldi. Þegar afgreiðslustúlkan sagði hvað þetta kostaði eða 798 kr hrökk ég illilega við og fór að skoða málið þá var þetta innflutt mjólk frá mjólkurfyrirtæki í Svíþjóð sem heitir Arla. Umbúðirnar eru líkar, bláar og hvítar.

Mér þótti málið svo forvitnilegt að ég tók eina hyrnu frá MS sem ég borgaði 208 kr fyrir hin fernan var frá áður nefndu fyrirtæki í Svíþjóð og varð ég að greiða 398 kr fyrir líterinn.

Ég hugsaði mér hvað er hér að gerast? Hef aldrei  séð nýmjólk í búðum hér sem er framleidd í öðru landi en okkar eigin landi.

Það verður forvitnilegt að fylgjast með þessu. Tekið skal fram að um laktósafría mjólk er að ræða í báðu tilfellum.


Bloggfærslur 19. nóvember 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband