M/S Askja í brotsjó við Færeyjar í júlí 1963

Það eru engin venjuleg veður sem geta verið þarna við Færeyjar og ekki er ég hissa að sjá fréttir af skipskaða þar á Þorra. Það hefur mikið gengið á þarna miðað við lýsingar og sorglegt slys. Ómögulegt er að gera sér grein hvernig þetta hefur borið að og ástæður þess að skipið sekkur svona skyndilega. Ósjálfrátt hugsar maður um Drangajökulsslyið í Pentlinum hér fyrr, um mitt sumar, en þar sökk skipið á 20 mínútum eftir að hafa lagst á hliðina. Það var m.a. með 12 Massey Ferguson dráttarvélar á dekki og hefur verið sárt að vita af þeim týndum í sjónum um hásumar og bændur með væntingar að fá þessa kjörgrip í heyskapinn. Mannbjörg var.

Best er að vera ekkert að hugsa um af hvað ástæðum skipið hefur farist það kemur í ljós þegar kunnugir fara að leiða hugan að þessu sviplega slysi. Margt er kunnuglegt með Drangajökulsslysinu. Fólki bjarað með snarræði skipið komið á hliðina, allir í björgunarbátum nema skipstjórinn og 1. stýrimaður sem stungu sér í sjóinn af síðunni og var bjargað. Skoskur togari frá Aberdeen bjargaði áhöfninni. En þegar  togarinn nálgaðist slysstaðinn ,kom hik á fólki, hvað nú drengir, en við áttum í þorskastríði við Breta. Áhöfnin á togaranum, voru nóbelmenn sem lögðu allt í sölurnar að bjarga Íslendingunum og hátta þá niður í koju og ekkert  fjas um illindi út af þorkstríðinu, skárra væri það nú.

Skrifari var messagutti á M/S Öskjunni sumarið ´63 sennilega höfum við verið við Færeyjar í júlí. Svo þegar við komum upp að eyjunum í alveg snarbrjáluði veðri, norðan rok, strengur sem var með endalaust stór brot og ágjöf, þannig að við voru á sama stað í uppundir hálfan sólarhring og skipið komst ekkert áfram. Skipstórinn Atli og allir yfirmenn voru stöðugt að gæta að brotum með skipstjóranum sem reyndar var lasinn, en stóð sig með mikilli prýði. Stöðugt var verið að slá af vélinni þegar brotin ryðu yfir skipið og haga siglingunni þannig að skipið héldist ofansjávar. Brotin voru þvílík að skipið nötraði stafnanna á millii, en þá skipti miklu máli að slá af á réttu augnabliki og svo aftur sett á ferð þegar skipið var búið að þurrka sig. Menn gátu treyst því að vel var búið um lúgurnar með gömlum hætti segl og langjárn stýfur og ská kubbar barðir inn í þar til gerða  festingu. Þarn börðumst við við Ægir konung í hálfan sólarhring., Þannig að það kemur mér ekkert á óvart að skip hafi verið að fara niður þarna, ég gef mér það, þó það sé ágiskun að við voru vestanmegin við eyjarnar. 'Eg þekki ekkert aðstæður þarna, enda kúasmalin norðan af Norður-Íslandi. Það hefur sem betur fer fækkað sjóslysum. Skip orðin öflugri með véarafl og styrkleika.

Nú verður eitthvað leitað og á morgun kemur þetta allt í ljós. Ég sendi vinum okkar og frændum í Færeyjum samúð út af þessari harmafregn samúð að týna skipi og vonandi að sem flestir ná sér.Það að missa aðstanda í sjóslysi getur teki 50 ár að vinna úr sorginni, það er mín reynsla, en í okkar tilfelli í fjölskyldunni voru engin áfallateymi eða  sálfræðingar til, hver varð að duga sjálfum sér

Amma konu minnar kom frá Klakksvík í Færeyjum og hitti strák frá austfjörðum á Íslandi og úr varð hjónaband. Þrándur í Götu er í uppáhaldi hjá mér og allir þeir sem standa í götu að óþörfu.  


mbl.is Tveggja saknað eftir sjóslys í Færeyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. febrúar 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband