Er Framsókn að breytast í auðmanna sjoppu?

Það er gott að stjórnmálamenn séu sjálfstæðir og bjargálna, það er fjárhagslega sjálfstæðir. Þannig geta þeir farið í aflraunir og þurfa ekki að óttast að verða hraktir af óðalinnu.

Allan lýðveldistímann hafa skipast í sveit alþingismanna tiltölulega fjárhagslega sjálfstæðir einstaklingar og má þar nefna bændur sem voru áberandi á þingi fyrrihluta þess tíma, fólk í sjávarútvegi og öðrum atvinnuvegum og múraðir lögfræðingar.

Fátæklingar á þingi komust til áhrifa í gegn um bakland sitt og sóttu þangað sinn styrk í verkalýðshreyfinguna og önnur félagasamtök svo eitthvað sé nefnt. Náttúrlega hefur flóra alþingismanna verið fjölskrúðug og ekkert eitt munstur einhlýtt.

Það er afar nauðsynlegt að alþingismenn séu frjálsir af því að geta sett fram skoðanir sínar og standa á þeim og þurfi ekki að fara á vonarvöl og eigi salt út í grautinn þá á móti blási.

Þó er alltaf best að vera frjáls og hugrakkur vegna eigin verðleika menntunar og sæmilegs gáfanfars og vera vel innréttaður eins og maður segir.

Sigurður Ingi virðist njót  breyðari og víðtækri stuðnings en Sigmundur Davíð. Báðir eru án vafa vel greindir.

Það læðist að manni sá grunur að með Sigmundi Davíð gæti Framsókn breyst og hefur verið að breytast í sjoppu fyrir auðmenn að mínu mati. Vegna auðs síns getur Sigmundur brotist áfram á öxlunum og hyrt allan dyraumbúnað með sér og þarf ekki að láta af skoðunum sínum vegna þess að hann er múltiríkur. Getur sem sagt farið sínu fram eins og honum lystir og þarf ekki að taka tillit til annara.

Skemmtiferðir til Bessastað væru þar ekki undanskildar. Hann gerði bara það sem honum sýndist án þess að spyrja kóng né prest.

Þannig menn hafa ekki rekið á fjörur kjósenda áður og má því segja að almenningur sé svolítið áttavilltur. Því það er vissulega gott að fá leiðréttingar á skuldahöfuðstólinn eða fjármagnssporslur inn á skattreikninginn. En slíkar aðferðir í stjórnmálum geta aldrei orði grundvöllur þjóðskipulagsins.

Aðalatriði væri að finna einhver trix fyrir Sigmundi Davíð og bólusetja almenning við þeim málu sem á honum (almenningi) brennur og stinga dúsu upp í hann á kostnað ríkisjóðs, án  þessa að grundvöllur málsins væri í raun leiðréttur. Þá koma atkvæðin.


mbl.is Sigmundur vinsælli hjá Framsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. september 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband