Formannsraunir, stóra bomban, æðarkolla, Klúbbmálið, grænarbaunir

Merkilegt hvernig formenn Framsóknarflokksins hafa rata í miklar  raunir alla síðustu öld og nú skattaskjólmál, við dagsbrún nýrrar aldar, sem er nú sýnu verst og erfiðast fyrir flokkinn.
 
Jónas frá Hriflu komst í návígi við Klepp og lenti þar í mikilli bombu og var álitinn geðveikur af læknum. Hann hafði svo sem lent í stappi og deilum við lækna út af málefnum og var ekki vel þokkaður af þeim.
 
Hermann Jónasson er talinn hafa skotið æðarkollu vestur í bæ í lögreglustjóratíð sinni í Reykjavík en æðarkollur eru friðaðar eins og kunnugt er.
 
Óli Jó, Ólafur Jóhannesson drógst inn  í Klúbbmálinu sem snerist um áfengi og morð sem enn eru ekki upplýst, því aðal sönnunargagnið, líkið hefur aldrei fundist.
 
Grænubaunamálið - Steingrímur Hermannsson sem þá var framkvæmdastjóri Rannsóknaráðs keypti grænar baunir og annan mat fyrir Surtseyjarfélagið sem hann var formaður í. Reikningur vegna kaupanna fannst svo í bókhaldi Rannsóknaráðs, en þar voru grænu baunirnar skráðar sem viðhald á bifreið Rannsóknarráðs.

mbl.is Býður sig fram gegn Sigmundi Davíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 31. ágúst 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband