Góður kostur fyrir bændur prjónakonur og gamla hippa.

Það er ánægjulegt hversu mikil gróska er í framboðsmálum til embættis forseta Íslands og margir að gefi kost á sér. Það gerir það að verkum að engin markhópur ætti að þykja sinn hlutur borinn fyrir borð.

Heimir kynnir sig til leiks í íslenskri lopapeysu og ættu bændur þar með að fá eitthað til að hugsa um að því gefnu að Hannes Bjarnason frá Eyhildarholti í Skagafirði fari ekki fram.

Prjónakonur geta verið stoltar af Heimi og fá þarna ókeypis auglýsingu fyrir vöru sína og list.

Íslenskir hippar voru hér á árum áður hrifnir af lopapeysunni og töldu sig betra fólk þegar í hana væri komið.

Úrvalið í frambjóðendaflórunni er nú þegar orðið ærið og verður vandi að velja sinn mann.

Áhugavert væri að einhver tæki sig til og hugsaði upp einhverskonar punktakerfi  sem einfaldaði það fyrir kjósendu hversu hæfir forsetaframbjóðendur væru til að gegna stöðunni.

Svona almenna hæfileika um málfar og framkomu, mennun og reynslu sem nýtast mætti í starfi, einskonar hrúta- og gimbraskrá  (þið fyrirgefið gott fólk einu sinni bóndi alltaf bóndi, þannig hugsar maður). Það mundi bægja frá kjósendum kvíða á kjördegi sem gæti skotið upp kollinum á þeim degi ef ekkert verður að gert.


mbl.is Heimir Örn boðar forsetaframboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. mars 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband