75 ár frá því að þýskur kafbátur skaut línuveiðarann Pétursey ÍS 100 niður

PétureyLeiðarbók þýska kafbátsins U-37 greinir frá árásinni með svofelldum hætti: Klukkan rúmlega sex að kvöldi að þýskum tíma hafi kafbátsforinginn séð skip sem greinilega var fiskiskip og stefndi í krákustígum í suðurátt til Bretlandseyja. Það hafi ekki verið þess virði að eytt yrði á það tundurskeyti. Taldi hann sig sjá greinilega togbúnað á afturskipinu og áleit að hér væri á ferðinni dráttarskip sem notað væri til björgunar skipa á höfum úti. Tók hann fram að ekkert væri grunsamlegt við skipið og það óvopnað. Kom kafbáturinn úr kafi kl:18:26 og hóf áhöfnin þegar að skjóta á skipið úr fallbyssu og 37 mm hríðskotabyssu. Segir að fyrsta skotið hafi misheppnast og er tekið fram að áhöfnin hafi haft tækifæri til að sleppa frá borði. Hittu nú skot kafbátsmanna skipið af miklum þunga og lögðu brúna í rúst. Sáu þeir frammastur skipsins falla fyrir borð. Skot hittu vélarrúmið og gaus þar upp mikill gufumökkur. Þrátt fyrir að skipið væri allt sundurskotið ofansjávar var erfitt að koma skotum á það neðan sjólínu,en skotin sem hitt höfðu vélarrúm virtust hafa sett leka að skipinu sem nægði til að það tók að sökkva. Segir síðan í leiðarbókinni:,, Tók nú að rökkva. Við færðum okkur nær og sáum þá að hlutleysifáni Íslands var málaður á kinnung skipsins. Erfitt var að greina bláan lit hans frá svörtum skipsskrokknum og rauði og hvíti liturinn var nánast hulinn ryði og skít. Skothríð hætt." Var klukkan þá 18:43. Níu mínútum síðar sökk skipið með stefnið á undan á stað er káfbátsmenn töldu vera 59gráður, 33 mínútur norður og 12 gráður, 16 míútur vestur. Engan björgunarbát sáu þeir en þrír menn sáust á braki úr skipinu. Sigldi kafbáturinn við svo búið á tólf mílna ferð til suðausturs.

ÁhöfnKafbátsforingjanum var greinilega brugðið og skrifaði strax til réttlætingar að þar eð skipið hefði silgt í krákustigum í átt til Bretlands og ekki haft flagg uppi hafi verið rétt að skjóta á það þótt það hafi verið enn utan hafnbannssvæðisins. Þá kvað hann togbúnaðinn sem hann sá á aftanverðu skipinu benda til þess að íslenskt hjálparskip, eða skip sem sigldu undir hlutleysis fána Íslands í þeirri von að ekki yrði skotið á þau, væru notuð til að aðstoða skip á þessum slóðum. Taldi hann styrkja þessa niðurstöðu að þeir hafi séð samskonar skip áður á sömu stefnu. Ekkert frekar kemur fram um afdrif skipbrotsmannanna þriggja í leiðarból kafbátsins.

Þak stýrishúss Péturseyjar fannst á reki undan Garðskaga í september sama ár. Var ljóst af byssukúlbrotum sem fundust í því, hvað hafði gerst.

Heimild: Friðþór Eydal Vigdrekar og vopnagnýr. Hvalfjörður og hlutur Íslands í orustunni um Atlandshaf. Kafbátahernaður Þjóðverja við Ísland 1997 bls.124-246

Þarna hurfu þeir í hafið nafnar mínir og frændur Þorsteinn og Hallgrímur, skipstjórnarmenn á Pétursey ásamt áhöfn sinni og var það mikill skaði.


Bloggfærslur 12. mars 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband