Breiðholtið vel hannað hverfi

Breiðholtið hefur margt til síns ágætis. Ef við horfum á Seljahverfið t.d., Þá er það alger snílld, mjög barnvænt, skólar inn í miðju svo börn þurfa aldrei að fara yfir götu. Strætisvagna leiðir eru hringin í kring um þá miðju og nýtast vel. Hólmaselið skemmtilegt sem leiksvæði barna.

Það er stutt í náttúruperlur ( Elliðarárdal ) og svæðið upp í Rauðhóla. Stutt í hesthúsahverfi. Þá er menn fljótir út úr bænum að sumarlagi og samgöngur yfirleitt góðar út úr hverfinu.

Efra- Breiðaholtið er með svipuðu sniði, flest innan seilingar.

Þá er húsagerð fjölbreytt og hægt fá flestar stærðir af íbúðum á þessu svæði. Breiðhyltingar eru með sér skíðasvæði og er það fátítt að svo sé innan borgarmarka borga.

Svo náttúrlega var sá einstæði atburður í Breiðholti að borgarstjórn Reykjavíkur var eitt sinn mynduð upp á þaki á blokk í Æsufelli, þegar Jón Gnarr Núpsjarl tók völdinn í Reykjavík.


mbl.is Hvað er að gerast í Breiðholtinu?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. febrúar 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband