Efri og neðri deild

Þegar ég las fyrirsögnina á þessari skrifuðu frétt hélt ég að nú yrði farið yfir kvennkosti Kartína eða með öðrum orðum hvað væri í hana spunnið. Nei það voru tiltækir kostir reifaðir til stjórnarmyndunar samkvæmt tölfræði möguleikum, án tillits hvernig hægt væri að láta fólk vinna saman.

Hér áður fyrr var Alþingi látið starfa í tveim málstofum efri- og neðrideild og héldu sumir að það færi eftir virðingastöðu manna í hvorri deildinni þeir lentu.

Nú er þar að hyggja að einhverskonar deildarskipting verði tekinn upp í ríkisstjórn svo sem að menn sætu við tvö borð.

Ótvírætt er að sá sem fer með stjórnarmyndunarumboðið er og verður húsbóndi eða verksjóri á vettvangi.

Sjálfstæðis- og framsóknarmenn gætu setið sér við borð, þeir eru vanir að skrafa saman og leggja á ráðin, Viðreisn gæti fengið koll við borðið hjá Bjarni Ben og Benedikt og Bjarni eru frændur og   eru í raun í sama flokki með aðeins aðrar áherslur, gætu myndað smá höfuðból. Þá gætur þeir skotið bréfmiðum á milli borða til afgreiðslu.

Einhvernvegin svona yrði að leysa þetta flokka kraðak og mætti segja að með þessu fyrirkomulagi að þá væri vægi flokka mismunandi líkt og í kjördæmaskipuninni þar sem atkvæði manna eru mis verðmæt.

Ef til vill myndi þjóðin líta á svona tilhögun sem skammarkrók.

Það gerði þá ekkert til, enda er þjóðin eilíflega út og suður eftir hrunið, enda hefur henni liðið hálf illa, en er nú væntanlega að jafna sig.

 


mbl.is Hvaða kosti hefur Katrín?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. nóvember 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband