50 ár búfræðingar frá Hvanneyri 1965

img_1920.jpgÍ ár eru 50 ár síðan búfræðiárgangur minn útskrifaðist og að því tilefni komum við saman á Hvanneyri og fórum í smá ferðalag í rútu. Rifjuðum það reyndar upp að við höfðum aldrei farið í útskriftaferðalag, þar sem flestir drifu sig heim í sauðburð eða að leysa kýr af básum og koma einhverjum áburði á tún.

Það verður að segjast að þessi hópur var afar samstæður og samhentur, enda flestir aldir upp í sama umhverfi þ.e. í sveit, þó nokkrir kaupstaðrpiltar hafi verið í hópnum þá aðlöguðust allir hver öðrum.

Við borðuðum saman hátíðarkvöldverð á img_1913.jpglaugardagskvöldið og þá rifjuðuð menn upp ýmsar sögur og atvik sem áttu að hafa átt sér stað.

Ein sagan var þannig að það var venja að bjóða kvennaskólanum á Varmalandi á árshátíð Hvanneyraskóla og syngja fyrir þær Fósturlandsins Freyja. En nú háttaði svo málum að eitthvað hafði sést vín á mönnum á síðustu árshátíð og harðneytaði  Steinunn skólastjóri að senda meyjar sínar í þennan soll. Var þá brugðið á það ráð að senda sveit skólapilta ásamt kennara til að ná sáttum og lokka meyjarnar niður eftir. Fóru menn upp eftir prúðbúnir og drukku kaffi úr posulínsbollum sem þeir höfðu sennilega img_1907.jpgaldrei gert áður og reyndu að bera sig vel og voru kurteisin upp máluð.

Nú, nú, stúlkunum var veitt fararleyfi, með ströngum skilyrðum sem við samþykktum enda var samningstaða okkar ekki beysin. Ef vart yrði við að vín væri haft um hönd yrði stúlkunum smalað samstundis út í rútu og ekið af stað. Það vildum við fyrir alla muni að ekki yrða af og lofuðum að setja stranga gæslu á samkomustaðinn. Fórum við við svo búiða heima að Hvanneyri glaðir í bragði og gekk þetta allt eftir.

Margar fleiri sögur voru sagðar sumar af hestum og víni og ýmsum spaugilegum atvikum og var þetta allt hina ánægjulegasta samkoma.

img_1927.jpg


Bloggfærslur 7. ágúst 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband