Verkaskipting eða samkeppni?

picture_075_1267172.jpgÞetta er alltaf spurningin hvaða framleiðslukerfi á að ríkja,verkaskipting og samvinna mjólkurbúa um hagkvæma vinnslu, eða taumlas samkeppni án nokkurra skyldu við neytendur.

Bændur sjá neytendum fyrir öllum vörum hvar sem er á landinu með því kerfi sem ríkir og það er óumdeilt til góðs og minni sógun að geta skipulagt framleiðsluferlana.Samkeppnin við þær aðstæður sem við búum við í strjálbýlu landi telur sig ekki hafa neinar skyldur heldur framleiða það sem er auðveldast og gefur mest í aðra hönd á auðveldum markaði.

Aftur á móti er eðlilegt að þeir sem vilja vinna vöru úr hrámjólk fá hana á kostnaðarverði hvar sem er á landinu verið hún sótt.

Stjórnarskráin á að verja eigendur bújarða þannig að þeir geti framleitt það sem þeir vilja á jörðinn en þar er pottur brotinn vegna þessa að bændur bundust samkomulagi að loka stéttinni með aðstoð ríkisvalds með svo kölluðu kvótakerfi, sem að öllum líkindu stendst ekki eignarréttarákvæði stjórnarskrár.

Það er auðveldara að koma frystu kjöti á markað eins og Kári í Garði gerði þegar hann hóf sölu á lambaketi úr frystikistu í Kolaportinu hér um árið.

picture_078.jpgÞað er erfiðra fyrir einstaka bændur að vinna sína mjólk heima og setja hana á markað. Þess vegna hefur þetta orði svona hjá okkur.

Einhverskonar samkeppni getur haft fælingarmátt, en hún er ekki sérstakt bjargráð fyrir okkur í dreifbýlu landi.

Svo gæti ríkisvaldið boðið út framleiðslu á tilteknu magni á mjólk til vinnslu. Það gæti orði fjör á slíku uppboði.


mbl.is Fagnar nýrri samkeppni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. ágúst 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband