Fergusonfélagið í Túninu heima

Um síðustu helgi voru hátíaðrhöld í Mosfellsbæ og kallast hátíðin í Túninu heima.

Meðal þess sem boðið var upp á var mótið Vings and Wheels, þar sem áhugamenn og eigendur  gamlla flugvéla, bifreiða og dráttarvéla mæltu sér mót á Tungubökkum í Mosfellsbæ, með gripi sína. Þetta var alveg frábær samkoma og öllum til sóma.

100_4982_1268521.jpgÞað voru smá vomur á bloggara að mæta og úrræðaleysi að koma sér á staðinn, en á elleftu stundu var drifið í því að starta í gang og og aka upp eftir frá Kópavogi. Vonum framar var að aka leiðina því allstaðr voru vegaxlir góðar sem gerðu það hægt án þessa að trufla umferð sem er mikilvægt, þegar ekið er á hægfara ökutækjum.

Og viti menn bloggari kom alveg mátulega til að taka þátt í hópakstir forndráttarvéla, enda ekki annað í boði en að sýna sig og sjá aðra.

100_4983.jpgEftir hópakstur var vélunum stillt upp í röð og mátti þar sjá margt góðra og fágætra véla og handbraðið á sumum einstaklega glæsilegt. Þetta eru nefnilega sérstæð 100_4984.jpgmenningarverðmæti þessar gömlu vélar. Margur sumardrengurinn horfði löngunaraugum á sumar vélarnar og hefur minnst atvika úr sveitinni við leik og störf.

Sífellt voru flugvélar að taka á loft og lenda og mátti viða sjá kjörgripi á lofti.

100_5008.jpgFólk beið spennt eftir að öldungur háloftanna sandgræðsluvélin Páll Sveinsson léti sjá sig og kom hún í tignarlegu yfirflugi, mjög flott og vel við haldið.

100_5012.jpgSvo fór umgdómurinn að hvísla, ,,Það á að henda karmellum yfir okkur " og það reyndist rétt, ein karmelluflugvél flaug þrisvar yfir og sturtaðið karmellum yfir lýðinn.

 

 

 

 

 100_5014_-_copy.jpgog allir hlupu.

 

 

 

 

 

100_4992.jpgÞarna voru líka afar fallegar. drossíur

 

Þetta mót er kærkomið fyir Fergusonfélagið að festa sig í sessi til framtíðar, því markmiðið er að sýna sig og sjá aðra. Skrifari hefur verið á sambærilegu móti og enn stærra og þar var verslunargata þar sem verslað var með gamla og nýja varahluti og skraut ásamt því að þar voru settir upp veitingastaðir og fólk skrautklætt, slík uppákoma gæti styrkt menningartengda ferðaþjónustu.

2015-08-30_13_42_13.jpgSíðan ók bloggari upp í Mosfellsdal og geymdi vélina þar, kom daginn eftir við á Gljúfrasteini og ók svo Mosfellsheiði og í gengn um Nesjavelli og Hengilssvæði og sem leið liggur til Kópavogs. Frábærar stundir og topp helgi.


Bloggfærslur 31. ágúst 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband