Ingunn Snædal er þjóðskáld

Ingunn Snædal hefur hlotið verðlaun Jónasar Hallgrímssonar. Hún er gott skáld og yrkir lipurt og hefur skemmtileg efnistök og er frumleg og fyndin.Hún á svo sannarlega erindi við þjóðin, á öðrum vettvangi en nú sem ríður húsum vegna vandræðagangs stjórnvalda í ferðamannamálum.

 

sveitabær við þjóðveg

sveitin er ekki vörumerki
sauðirnir ykkar
þaðan af síður
er garður foreldra minna
útiklósett fyrir ferðalanga
úr borginni

gagnstætt því sem margir halda
eru jarðir bænda ekki
sameign allra landsmanna

eins og refsinorn
kem ég æðandi með garðslönguna
nema þið hysjið upp um ykkur

eða viljið þið frekar að
ég komi og kúki í garðinn ykkar
í smáíbúðahverfinu

Ingun Snædal 2011

 


mbl.is Uppbyggingin er „fimm ára átak“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. júlí 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband