Smákóngar geti ekki rutt ráðuneytin og stofnanir

Var ekki starfsöryggið hugsað fyrir stapíla stjórnsýslu og festu til að almenningur gæti fengið góða og faglega þjónustu en þyrftu ekki að sýna flokkskírtein í afgreiðslunni. Þannig að smákóngar eins og nú stjórna landin gætu ekki rutt ráðuneyti sín þegar þeir væru vistaðir af flokkum sínum í ráðuneytunum í 4 ár. Og bara sagt við almenning, ,, Það voru kosningar."

Þeir hefðu ekki möguleika að farga öllum mannauði og þekkingu og ráðið fótgöngulið flokka sinna í ráðuneytinn. Lekamálið er góð birtingarmynd af slíku ástandi.

Lífeyrisréttindin eru vissulega mikil og góð fyrir opinbera starfsmenn. En á móti hafa þeir eins og ég hef skilið málið ekki getð verið á markaðslaunum sem oft á tíðum hafa verið umtalsvert hærri.

Kennarar þurftu um lengri tíma að komast á síld eða í byggingarvinnu á sumrum til að komast af með sína ómegð.


mbl.is Njóta réttinda sem öðrum standa ekki til boða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. júní 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband