Hundaeigendur geta stundum verið ósvífnir og yfirgangssamir

Mánudaginn 20. júní 2011 kl:13.05 var ég undirritaður Þorsteinn H. Gunnarsson þáverandi starsmaður Strætó b.s við vinnu mína við að mála biðskýli í Langarima gegnt Klukkurima ásamt samstarfsmanni mínum.

Kom þá Rottvaler hundur yfir hljóðmönina úr garði á bláu húsi við Klukkurima og hljóp að okkur urrandi og geltandi. Þar sem ég er f.v. bóndi er ég yfir leitt ekki hræddur við hunda en eftir að hundurinn sýndi ítrekað árásartilburði urrandi og slefandi ákvað ég að við skyldum hörfa að bílnum og höfðum orð á að best væri að fara inn í bílinn.

Kom þá kona, ljóshærð ungleg, yfir hljóðmönina og reyndi að kalla hundinn, en hann hlýddi henni ekki vel. Náði hún hundinum þó til sín. Urðu orðaskipti milli okkar. Rann þá hundurinn aftur að okkur niður hálfa hljóðmönina. Ég sagði konunni að það mætti ekki hafa hunda lausa, hér væri biðskýli og farþegar á ferð.

Þá sagði hún; ,,Far þú frá þarna gamli karl“. Ég sagði að ef hundurinn væri ekki bundinn mundi ég kæra lausagöngu hundsins fyrir lögreglunni. Þá sagði hún ,, Ef ú kærir þá læt ég hundin borða þig“.

Lauk þar viðskiptum okkar og samtali. Hringdi ég á lögregluna eftir að hafa ráðfært mig við yfirmann minn, sem taldi eðlilegt að málið væri kært.

Kom lögreglubíll stuttu seinna með tveim lögreglumönnum og skrifuðu niður nafn mitt og samstarfsmans míns og tímasetningu atburðarins og sagði að þetta mál mundi svo fara sína leið.

Bókað í dagbók mína í Reykjavík 27. Júlí 2011

Ég hef ekkert frétt af þessu máli og hvernig því lyktaði og enn hef ég ekki lent í hundskjafti, en það er hundur í mér að fá ekki að vita hver niðurstaðan hefur orðið. Ef til vill er hundurinn dauður, en ég er alla vega lifandi og sprækur.


mbl.is Aflífa þurfti sex hunda árið 2014
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. apríl 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband