Heillaóskaskeyti Hannibals Valdimarssonar

Mynd af ÍsafirðiHannibal Valdimarsson forseti Alþýðusambands Íslands sendi ömmu minni Karitas Skarphéðinsdóttur eftirfarandi skeyti á áttræðisafmæli hennar 1970:

Innilegustu  hamingjuóskir á áttræðisafmæli þínu. Brennandi áhugi þinn, réttlætiskennd og harðfylgi skipuðu þér í baráttusveit íslensks verkalýðs og þar hefur þú skipað rúmið sem fulltrúi íslenskra verkakvenna með mikilli sæmd um áratugi. Megi verkakonur framtíðarinnar, sem flestar, erfa eðliskosti þína og baráttuþrek og hugsjónaglóð. Persónulega þakka ég þér örvandi áhrif og árna þér heilla. Það er mér ánægja að flytja þér hlýjar heillaóskir og alúðarþakkir Alþýðusambands Ísland fyrir baráttu þína og starf í íslenskri verkalýðshreyfingu.

                                                                  Hannibal Valdimarsson

Það eru mikil lífsgæði að eiga svona minningarbrot um ömmu sína á þessum degi. Amma var Vestfirðingur fædd í Æðiey 20. janúar 1890 og ólst þar upp og víðar í Djúpinu. Hún var íhlutunarsöm og barðist fyrir kjörum verkafólks, svo sem bættri vinnu aðstöðu við þvott á saltfiski og að fólk fengi kaffiaðstöðu og þótti hún stundum vera ágeng í kröfum sínum og merkilegt hvað hún þorði að reisa sig ,manneskjan, bláfátæk gegn atvinnurekendum.

Heimild: Karítas Skarphéðinsdóttir Neff, Lífshættir íslenskra kvenna, sjöritgerðir, Háskóli Íslands Félagsvísindasvið, Auður Styrkársdóttir ritstýrði bls. 58.

Landlausum launamönnum og án auðlinda er óskað til hamingju með daginn. Það þarf að hafa fyrir hlutunum og vona ég að fólk geti gengið í slóð ömmu minnar að Vestan. Ég rifja þetta upp hér því ég tel það eigi erindi við samtíman, að minna á þá sem börðust fyrir tilveru sinni og gáfu gott fordæmi fyrr á árum.

  


mbl.is Hátíðarhöld í 31 sveitarfélagi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. maí 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband