Óveður á Reykjum við Reykjabraut í febrúar árið ?

Það er gott að þurfa ekki að hafa mannvirki á jörðinn Reykjum við Reykjabraut í gjörgæslu í svona veðri en þar bjó ég snotru búi 1986-1999. Einu sinni í ofsaveðri var ég nærri búin að missa þakið af fjárhúsunum. Stafnglugginn var fokinn inn og mölvaður og þakið dinglaði upp og niður þar sem handvömm við byggingu hafði átt sér stað. Dregari sem sperrurnar hvíldu á var ekki nægilega vel festur. Það sem bjargaði var að ég er stundum fljótur að hugsa. Tók ég tré mikið sem ég átti 2x6 og nelgdi það upp í dregarann og niður í gólfbita og þetta bjargaðist. Svo komu kennarar frá Húnavöllum og hjálpuðu mér. Í hnútunum sem skullu á íbúðarhúsið ofan af Nibbunni var eins og tröll berðu húsið að utan og maður var hræddur um að húsið springi. Í þessu veðri fauk fjárflutningavagn sem ég átti, tókst á loft á jafnsléttu og fauk 250-300m og lenti á hvolfi mikið skemmdur. ,,Þeir missa sem eiga" segir gamalt máltæki.

Granni minn Sigurjón á Orrastöðum missti þakið á sínum fjárhúsum. Hann var leigulið eins og ég.Hann hringdi eftir hjálp og var ég fyrstur á vettvang. Fór á þungri dráttarvél sem stóðst veðrið. Áleiðinni sá ég að hjólhýsi landsdrottins Sigurjóns, hafði fokið yfir veginn og splundraðst þar. Þegar ég kem að Orrastöðum stendur Sigurjón æðrulaus í garðanum og er að hára sínu fé og tekur mikið í nefið og segir með æðruleysi;,, Ég vorkenni Þormóði ( hann var landsdrottin Sigurjóns)að missa hjólhýsið", en hann virtist ekkert hafa áhyggjur af eigin stöðu. Þetta fannst mér fallega sagt miðað við aðstæður. Þá var oddvit sveitarinnar Erlendur mættur með mannskap og eitthvað var reynt að refta yfir fjárhúsin enda stóðu Torflækingar saman þegar á reyndi.

Nauðsynlegt er að yfirfara burðarvirki og neglingar reglulega á mannvirkjum til að minnka líkur á sköðum í hamfaraveðrum og lámarka tjón sem af þeim hlýst.


mbl.is Flugi aflýst og veðrið að skella á
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. nóvember 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband