Hagvaxtarauki-verbólga-dýrtíð.

Nú þarf að vanda sig þegar farið er að nota þessi orð. Hagvaxtarauki, er væntanlega aukning á framleiðslu atvinnuveganna. Það er að segja meira er framleitt sem er hægt að selja. Þetta kannast atvinnurekendur ekki við og seðlabankastjóri ekki heldur.

Þetta þarf að komast á hreint og ætti að vera auðvelt að komast að því.

Þá er það verbólgan og dýrtíðin hvað er það? Í mínum huga skapast verðbólga þegar verðlag hækkar og launþeginn verður óánægður með sína stöðu og vill samsvarandi hækkun. Sem sagt átök milli vinnuaflsins og eigenda fjármagnsins og framleiðslutækjana, hver á að fá hvað.

Á Hvanneyri var það kennt með bók Ólafs Björnssonar Þjóðarbúskapur Íslendinga að dýrtíð skapaðist vegna vöruskort, sem sagt vöruverð hækkaði vegn vöruskorts. Ekki er gott að blanda þessu saman og tala um verðbólgu í öðru tilfellinu en dýrtíð í hinu orðinu. Stundum geta ýmis svona orð verið notuð í áróðursskini.

Gott dæmi eru uppbætur á innlegga bænda sem oft var leitast við að borga þegar búið avar að selja allt kjöt og kjötreikningurinn var komin með allar tekjur af kjötin og hægt var að gera fullnaðaruppgjör.

Bændur áttu rétt á ákveðnu verði til að ná viðmiðunarstéttunum í kaup, verið var skráð á hvert kjöt-kg í verðlagsgrundvelli. Síðasta greiðslan var gjarnan notð orði uppbætur. Það var villandi því það var ekkert greitt meira en skilt var. Lokatölur mætti það heita. Uppbætur var eins og það væri verið að greiða eitthvað meira- bónus eða eitthvað slíkt. Það var tilhlökkun hjá bændu að fá uppbótina, eins er það með verkalýðinn að tilhlökkun er hjá launamönnum að fá eitthvað af hagvaxtaraukanum, en áhöld virðast vera hvort hann sé til staðar.

Ef hægir á hraða aðfangakeðjunnar gæti orði dýrtíð og hvað á þá að gera. Það verða hagspekingar að upplýsa.

Bændur geta aldrei gefið meira hey en þeir afla, svoleiðis er það Nú hækkar áburðurinn í vor. Helst má ekki tala um það.

 


mbl.is Ásgeir líkti hækkun launa við öfugmælavísur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hagvaxtarauki er ekki það sama og hagvöxtur.

Hagvaxtarauki er hugtak sem gefur verið notað um þá skilmála lífskjarasamningana sem kveða á um að ef hagvöxtur mælist yfir ákveðnum mörkum njóti launþegar hlutdeilar í þeim hagvexti í formi launahækkana.

Núna mælist hagvöxtur og þess vegna virkjast hagvaxtaraukinn í lífskjarasamningunum með samningbundnum launahækkunum.

Verðbólga er einfaldlega skilgreind sem hækkun á almennu verðlagi, en verð eru ákveðin af atvinnurekendum, ekki launþegum.

Guðmundur Ásgeirsson, 18.11.2021 kl. 15:48

2 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Vinnan er frumuppspretta auðsins og þessi nýmæli að vera með lífkjarasamning, að þá eiga launamenn ótvíræðan rétt í verðmætasköpunninni þar ( aukabitanum ).

Hverjir slökkva ljósin á vinnustaðnum , það þarf að gaumgæfa? Skemmtilegast væri að skrautrita kjörbréfin núna í tilefni af þessari löngu talningarlotu og talnigarfólkið ætti að fá einhverskonar viðurkenningu.

Sjálfsagt og viðkunnalegast væri að hafa dyrarverði þegar þingmenn kæmu til þings og heimtaðu upprunavottorð, úr hvað kerfi menn ættu uppruna sínum að þakka. Vinstrimenn eiga ótívíræðana forgan því það er varúð til hægri.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 19.11.2021 kl. 08:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband