Hvaða spilling er í gangi innan lögreglunnar? 1. þm. Suðurkjördæmis segir óvarlegt að hafa skoðanir á málinu og vissulega er það viturlegt á sinn hátt. Og hverjir verða teknir niður, ef farið verður í hrindingar innan lögreglunna?

Það er nú það, það er gott að vera þannig settur sem þingmaður að vilja ekki opinbera sínar skoðanir og í rauninn er það mjög eðlilegt hjá honum. En hvað með almenning? Hvað finnst honum?

Mér dettur margt í hug en læt það ekki flakka. Ríkislögreglustjóri varpar því út að það sé spilling innan lögreglunnar. Hann nafngreinir engan.

Þá þarf að upplýsa það annars er verið að koma á stað sögum um menn og málefni. Björn Pálsson alþingismaður á Löngumýri, sem var lunkinn stjórnmálamaður fyrir sinn hatt, sagði að það væri góð saga eða ummæli sem maður léti fara frá sér ef hún kæmi til baka eftir viku. Þá var náttúrlega átt við með gamla kerfinu þ.e. maður hitti mann og sagði. Eða með gamla símanum ,stutt og ein löng, þar sem allir gátu hleraða hvern annan.

Hundahreinsun var auglýst að mig minnir með fimm löngum hringingum.

Nú er öldin önnur nú er hægt að afgreiða þetta hér, með fimm löngum ef því er að skipta.

Nú eða aldrei.

Það er borgaraleg skylda að fjalla um þetta mál á kurteisan hátt ég brýni menn og konur eða konur og menn.

Orði er laust herrar mínir og frúr.


mbl.is „Þetta gengur ekki svona“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Dómsmálaráðherra er að mæta á ríkisstjórnarfund þar sem á að ræða málefni lögreglunnar.

Hún er með tösku eins og húsmæður notuðu í gamladaga til að kaupa inn mjólk. Það sem vekur athygli er að hún er með stórt umslag í töskunni og það er mjög sýnilegt og stendur upp úr. Ef það hefði átt að fara leynt hefðu hún haft það á botninu svo að það sæist ekki.

Nú er svo sem hægt að hafa uppi getgátur um þetta umslag og bréfið sem er í því. Kannsk er umslagið tómt en vonandi verður eitthvað í því þegar hún fer út.

Þetta er að verða spennandi.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 24.9.2019 kl. 10:20

2 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Hér í einatíð gengu karlar um með skjalatösku og hengu á skrifstofum og kaffistofum fyrirtækja til að kjafat. Oft var ekkert í töskunni nema í mestalagi Mogginn og Svartidauði, brennivínsflaska.

Dómsmálaráðherra er þó með bréf að vísu upp á rönd. Jón Hreggviðsson fór stundum með bréf milli landa, en hann átti enga tösku.

Jón Jóhannessson í Bónus var oft með bréfpoka merkta Bónus þegar hann var í málaferlum, en enga tösku. Enda fékk hann ókeypis auglýsingu.

Sjálfur týndi ég hnakktösku minni fram á Auðkúluheiði. Það var ekki einu sinni brennivín í henni aðeins slátur. Tófan hefur sennilega hirt töskuna.

Það er alvarlegt mál að láta svona bréf standa upp á rönd í töskum, sem hver getur hirt með lítilli fyrirhöfn. Lögreglan verður að gæta að þessu.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 24.9.2019 kl. 11:20

3 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Þá er þessi dagur kominn að kveldi og engin sem hefur kíkt hér inn treyst sér til að koma með athugasemdir. Ég ætla því að benta á aðalatriði þessa máls eins og það blasir við mér.

Við Íslendingar erum svo heppin að eiga eina doktorsritgerð sem nær yfir þetta mál að mínu mati, en það er ritið fjölmæli, doktorsritgerð Gunnars Thoroddsen.

Það að segja eins og ríkislögreglustjóri segir að það sé spilling innan lögreglunnar, þá bentir hann út í loftið og það getur verið hver sem er. Engar ávirðingar eru bornar fram. Er löggan t.d. að keyra full? Eru þeir að stela nesti frá hver öðrum? Hvernig er háttað eyðingu fíkniefna? og svona væri lengi hægt að halda áfram. Menn hafa verið látnir fara rétt aður en viðkomandi kemst á eftirlaun. Það er ekki góð stjórnun og hálfgerð mannvonska. Hægt er að flokka Morgunblaðsviðtalið sem fjölmæli yfir allan hópinn. Fjölmæli þýðir illmæli, rógur í orðabókum. Það er refsivert að öllum líkindum að hafa við fjölmæli um heila stétt.

Góðar stundir.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 24.9.2019 kl. 20:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband