Veðurstofan og yfirvöld þurfa að fara að gefa út viðvarinar um umferð á vötnum ef tíðarfar er afbrigðilegt miðað við árstíma.

Sorglegt fyrir bóndan að missa vélina í vatnið og ef hún hefur sopi inná sig vatn er hún vafalaust ónýt. En svona er búskapurinn eintóm áhætta og tap á hverju strái.

Undan farið hafa verið hlýindakaflar og því minni ísmyndun, aukin heldur snjór á vötnum víða sem einangrar þau þannig að frost fer síður niður og sólbráðin farin að vinna á.

Af þeim sökum ætti almenningur að varast að fara út á ís á vötnum á bílum og tækjum.

Þá getur verið varasamt að far á vélsleðum út á vötn þegar fer að koma framm á og hlákur hafa gengið því þá getur krapi verið undir en snjóhula yfir og þá eru vötn stórhættuleg og vélsleðar pompað niður þegar þeir missa fartina. Þetta á einnig við um dældir á hálendinu.

Þessi atriði þurfa almannavarnir að gaumgæfa til leiðbeina almenningi, því það er ekki víst að fólk átti sig á þessu.

Gott að bóndin var snar að koma sér út úr vélinni og ná landi.

Það er fagnaðarefni.


mbl.is Komst út áður en traktorinn sökk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband