Strandsiglingar aflagðar og hver á réttinn til vegarins?

Þegar strandsiglingar voru aflagðar hér um árið var fyrirséð að það mundi hafa afleiðingar á vegakerfið að bæta því magni vöruflutninga inn á vegakerfið sem strandsiglinga sáu um. Má þar t.d. nefna alla áburðarflutninga út á land og fiskflutninga fram og til baka. Við þetta bætist svo Hrunið, þar sem fyrir séð var að minna fé væri handbært til viðhalds vegum. Varla er að veghefill hafi sést í sumum sveitum um árabil og yngsta kynslóðin veit ekki hvernig veghefill lítur út.

Frá upphafi hafa vegir á Íslandi ekki verið vegir heldur slóðar eftir traktora og jeppa. Menn fóru með jarðýtu og ruddu grjóti úr vegstæðinu og svo var möl úr næstu áreyrum stráð yfir. Þannig hélt þett áfram í áraraðir.

Þegar mjólkurbílarnir komust ekki fram í dalina þá fóru bændur með mjólkina á traktorum í veg fyrir mjólkurbílinn og höfðu gjarnan slóða aftan í dráttarvélinni til að slétta veginn, en hann gúlpaðist upp í miðjunni þegar klaki var að fara úr honum og þar kom upp jökulleir og móhella.Síðan þornaði þetta og um vorið kom veghefill og heflaði veginn og blandaði þessu öllu saman og slétti. Um sumarið fauk þetta burt í miklum rykskýjum. Og áfram var haldið að dreifa malarhlössum yfir þessi vegstæði og smá saman hækkuð vegurinn. Næsti fasi var að grafa skurði til að þurka veginn, ef efnið var malarkyns var því gjarnan hent inn á vegstæði án tillits hvort það var frostfrítt. Ef efnið var mold var henni kastað út í móa. Þar sem lagður var nýr vegur var moldinn hent inn í vegstæðið til að hækka það og svo var möl sett ofaná. Ekki vegna vankunnáttu heldur af því að þetta var fljótlegra og peninga vantaði og menn vildu teygja veginn eins langt og hægt var.

Þetta var sem sagt allt gert í öfugri röð. En ef á að leggja góðan veg þarf að grafa fyrir honum, setja frostfrítt efni fyrst góðan púða og síðan malarlag og svo bundið slitlag. Okkar vegir eru meir og minna ónýtir og á vorin þar sem melar eru má sjá bundna slitlagið fljóta ofan á og mynda bylgjur og öldur þegar þungir bílar fara um.

Það er mikill miskilningur að einhver ein tegund af umferð eigi meiri rétt en önnur. Vegirnir eru fyrir alla umferð. En aflminni umferð og hægfara hefur frekar gefið eftir svo sem hjólandi umferð eða dráttarvélaumferð og er það skiljanlegt. En samt eiga allir jafnan rétt til vegarins. Það ber að hafa í huga.

Hraðinn á íslenskum vegur er yfirleit of mikill og það slítur vegunum meira. Sérstaklega á þungum bílum. Rútur og treilerar hika ekki við að fara fram úr á yfir 80km hraða.


mbl.is Vegakerfi landsins í molum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband