Sjálfsagt að halda upp á fullveldið með hátíðarfundi á Þingvöllum

Margir eru að kvarta á vefmiðlunum yfir þessum fundi og kostnaðinum sem af honum hlýst. Auðvitað eigum við að gleðjast yfir þessu öllu og því að vera í orði frjáls og fullvalda þjóð.

Kostnaðurinn er sem nemur 1/2 aðgangseyri í venjulegt barnaafmæli eða 232- kr á hvern Íslending.

Mér finnst vanta smá reisn yfir þessu. Helst hefði ég kosið að bændur hvaðanæfa af landinu kæmu ríðandi á sínum hrossum: Eyfirðingaleið Kjöl Skagfirðingaleið, Sprengisand, Uxahryggi Kaldadal og svo Guðni bóndasonur úr Flóanum gömlu byskupagöturnar um Lyngdalsheiði.

Málarar og bifvélavirkjar og fleiri stéttir yfir Mosfelssheiði á fornbílum og ýmsum skemmtilegum farartækjum o.s.frv. Allir forstjórar á sínum forstjórabílum og ljósmæður ekki má gleyma þeim. Þær gætu klifrað upp á baka þingmanna og pissað niður á bak þeirra, eins og ein vinnukona gerði norðalands eftir að hún hafði haft vistaskipti og gamli húsbóndi hennar kom í hlað þar sem hún hfði vistað sig. Hann hafði verið harður og hélt fólki mjög til vinnu og vinnukonan gerði sér lítið fyrir og felldi bónda, settist ofan á hann og pissaði yfir hann. Þetta þetta sagði gamall maður mér.

Svo hefði verið áhugavert að taka niður styttuna af Ingólfi Arnarsyni og flytja hana á trailer til Þingvalla, sumir telja hann fyrsta þrælahaldarann. Vissulega er hann fyrsti landnámsmaðurinn og hélt þræla eins og títt er um valdsmenn og hefði átt að verða fyrstur að mæta á Þingvelli.

Miklar víðsjár eru hér á norður Atlanshafi eftir að Bandaríkjamenn vilja ekki borga, nema sem minnst í vörnum Evrópu. Rétt væri og skilt að samþykkja þingsályktartillögu á þessum fundi um að biðja Kanadamenn að veita okkur aðstoð við varnir landsins. Þar eigum við góða möguleika þar sem forsetafrúin er Kanadamaður.

Mesta frelsið fyrir mig er að geta skrifað svona leiðara án þess að lenda í nokkru klandri með það. Og hafa svona óðal sem Morgunblaðið er til að búa á.


mbl.is Virðingarvottur við baráttufólkið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Mörlenski fjárhundurinn meig utan í fjármálaráðherrann á Alþingi í dag.

Þorsteinn Briem, 19.7.2018 kl. 01:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband