Reynir að toppa séra Gísla H. Kolbeins?

Sauðarkrokur og S-Þing 100Biskup hefur tekið þá ákvörðun að senda gamla sóknarprestinn minn á slóðir fólks sem kallað hefur verið vont fólk í bókum og dugar ekkert minna en senda blöndu af andlegu og veraldlegu valdi þangað. En séra Hjálmar er fv. alþingismaður og háttsettur innan kirkjunnar.

Nú liggur það fyrir séra Hjálmari að setja niður deilur á svæðinu og hann er duglegur að húsvitja það þekki ég af eigin raun, en þegar sér Hjálmar settist í Bólstaðrhlíðarprestakall norður á sínum tíma held ég að hann hafi húsvitjað á flestum bæjum í prestakallinu.

Snæfellsnes 004Fráfarandi presturinn sem settur hefur verið í önnur verk hjá kirkjunni vildi ekki búa í mygluðum húsakynnum og varða taka sér bólfestu í Borgarnesi með fjölskyldu sína. Þá risu sóknarbörnin upp og vildu það ekki. Þá vildi hið geistlega vald ná jörðinni af presti en það var mannsbragur að presti að neita því. En jörðin er hið eiginlega brauð sem prestar hafa haft. Einhverar dorrur hafa verið út af því að prestur hefur haft veiðiarð af jörðinni eins og lög mæla fyrir um.

Presturinn er semsagt leiguliði á sinni jörð. Í minni sveit hét það að vera landseti Krists og er óvarlegt að hreyfa við slíkum leiguliðum. Aldrei að vita hvar hamarinn kemur niður.

Það er ánægjulegt að prestar sem hafa látið af hinum almennustörfum skuli fást til að þjóna þar sem vantar prest í forföllum.

Snæfellsnes 020Sá prestur sem hefur þjónað mest í lausamennsku er sennilega séra Gísli H. Kolbeins sem er ný látinn. Hann var fölmenntaður sveitaprestur og stundði guðfræðitengdar rannsóknir víða erlendis.

Hann hefur þjónað 14 prestaköllum og 153 kirkjum á Íslandi auk þess að hafa predikað um jól í Jerúsalem á ferð með kirkjufólki í heimsókn til Ísrael.

Þannig að séra Hjálmar má hafa sig allan við ef hann ætlar að toppa sér Gísla, enda finnst mér Gísli hafa verið ótrúlega seigur.

Sauðarkrokur og S-Þing 093Nú, nú það er vonandi að þetta gangi vel hjá séra Hjálmari og hann lendi ekki í neinum ryskingum. Hann hefur sterka stöðu á svæðinu og getur þá alltaf kallað á mága sína í Bjarnahöfn sér til fulltingis.

 


mbl.is Hjálmar á Staðastað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband