,,Gott átt þú hrísla á grænum bala."

 

Þeir menn sem geta sungið ,,Gott átt þú hrísla á grænum bala" í réttum raddað og eru sæmilega ríðandi heima og að heiman eru ekki fátækir.

Afur á móti er munur á þeim bændu sem erfa sínar jarðir og þeim sem skulda andvirði þeirra í bönkum, en við því er ekkert að gera, svona er kerfið hjá okkur.

En þeir gætu orðið fátækir ef þjóðin hætti að taka slátur og borða dilkakjöt. Þá er spurningin hvort bændurnir séu fátækir eða þjóðin, þegar hún er vaxin út úr umhverfi sínu og borðar bar pítsu og í Ikea.

Og bændur eiga fáa vini þegar strákar eru hættir að fara í sveit á sumrum. Þá verða bændur í raun allslausir og hafa enga til að þjálfa hestana sína fyrir göngur og verða að fara á fjórhjóli í smalamennskur og þá kemur umhverfisráðherra og skammar þá vegna þess að þeir spora landið. Það er orðið vandlifað fyrir bændur.

 


mbl.is Sauðfjárbændur verði áfram fátækir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband