Björt framtíð smokra sér frá átökum

Það var í tísku hér áður fyrr að hafa sem mestan hávaða í kringum kosningar og helst barsmíðar.

Nú er það ekki lengur móðins, enda er það eins og bora göt á bát út á miðju Miðjarðarhafi og skilar engu nema stjórnleysi í flokkum og átökum.

Miklu viturlegra er að þykjast ekki vilja vera formaður og smokra sér út úr þvögunni, enda eru það bara götustrákar sem lenda í handlögmálum og ryskingum.

Í bókinni Möðruvallahreyfinginn eftir Elías Snæland Jónsson er sagt frá því að það hafi verið svo miklar ryskingar á einhverju ungliðaþingi Framsóknarmanna á Blönduósi hér í eina tíð, ég nefni engin nöfn, að það þurfti að kalla góðbændur framan úr sveit til að stilla til friðar vegna óeirðaseggja á þinginu.

Slík reynsla kennir nákunnugum stjórnmálasögunni að slíkt borgar sig ekki. Miklu betra að koma seinna og bjarga hlutunum þegar aðrir eru orðnir ráðalausir og vita ekkert og skilja ekkert hvað ber að gera.

Heimild: Möðruvallarhreyfingin Elías Snæland Jónsson

Róstursamt þing á Blönduósi bls 64.


mbl.is Vilja fleiri flóttamenn hingað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband