Einokunarkerfi búvöruframleiðslunnar fest í sessi?

Formaður Bændasamtaka Íslands Haraldur Benediktsson kemur inn á lista Sjálfstæðismanna í NV-kjördæmi sem annar maður. Engin veit svo sem hvort það leiði til þess að hann komist inn á Alþingi.

Það sem hann reiðir í þverpoka fyrir framan sig er einokunarkerfi búvöruframleiðslunnar og berst varla fyrir breytingum á því kerfi og verður gaman að sjá hvernig Sjálfstæðisflokkurinn bregst við þessum tíðindum.

Aldarfjórðungur er síðan lögum um  framleiðslu og verðlagningu á búvöru var breytt, svokölluð búvörulög. Þar var kvótakerfi sett á í landbúnað. Smátt og smátt hefur svo afurðarsöðvarkerfið þróast til einokunarkerfis.

Talað var um að þetta mundi leiða til mikillar hagræðingar fyrir þjóðfélagið.

Samkvæmt síðustu búreikningum eru búreiknisbúin með öfugan höfuðstól þ.e.s.a. skuldir eru meiri en eignir eins og sjá má á færslu sem ég setti inn fyrir nokkru í tilefni skýrslu frá Landbúnaðarháskóla Íslands. Það eru mjög alvarlegur tíðindi, en fyrir setningu lagana voru bændur yfirleitt bjargálna, þó staða þeirra væri eitthvað mismunandi.

http://thorsteinnhgunnarsson.blog.is/blog/thorsteinnhgunnarsson/entry/1261248/?preview=1

Allt um það þá er Haraldi óskað til lukku og ég segi; hann er svo sem ekki einn um að bera ábyrgð á þessari þróun. 


mbl.is Haraldur náði öðru sætinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óli Már Guðmundsson

Hvenær munum við hafa vit á að slíta okkur frá gamla bændaþjóðfélaginu. Það er allt of mikið af varðhundum bændastéttarinnar á þingi, og nú ætla sjálfstæðismenn að fjölga þeim frekar.

Óli Már Guðmundsson, 24.11.2012 kl. 21:51

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Hvenær ætlar fólk að sína einhverja vitglóru. Það er talið að það sé besta ráð til að vinna á móti grænhúsaráhrifun er að versla matvörur innan 100 km frá sínu heimili. Hvernig væri að hafa þetta í huga þegar verslað er og kaupa innlenda vöru hvort sem það er frá bændum eða ekki. Vilja menn láta erlenda byggja öll hús,skip og orkuver. Reynið að fá vitið aftur. 

Valdimar Samúelsson, 24.11.2012 kl. 22:17

3 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Athugasemd þín Valdimar á ekki við hér. Það er hvergi talað um innflutning á búvöru í færslunni.

Hvernig fór fyrir Mjólku. Af hverju var Mjólkurbúið í Borgarnesi lagt af með einhverju afskriftarframlagi frá ríkinu. Nú auðvita til að styrkja einokunina.

Einu sinni ræddi ég við framkvæmdastjóra Sólar h/f en þeir vildu kaupa hrámjólk ( óunna mjólk ) til að framleiða kókómjólk, en fengu ekki, en var bent á að þeir gætu farið út í búðð og keypt í lítra tali.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 24.11.2012 kl. 22:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband