Prófessorinn sem fann ekki sjálfan sig

Einu sinni var prófessor sem var voðalega mikið utan við sig eins og almennilegir prófessorar eru. Þegar hann var að klæða sig á morgnana þá fann hann aldrei fötin sem hann átti að fara í. Prófessorinn vildi ráða bót á þessu og ákvað að skrifa niður hvar hann setti fötin um kveldið svo hann gæti gengið að þeim vísum að morgni.

Síðan byrjaði hann að skrifa; Jakkinn á stólbakið, buxurnar á herðatré, sokkarnir á stólinn og skyrtan á stólbakið og prófessorinn í rúminu. Hann var mjög ánægður með þetta framtak sitt eins og prófessorar eiga að vera þegar þeir hafa gert góða hluti.

Morguninn eftir vaknaði hann endurnærður og án fatakvíða og gat gengið að öllum fötunum á vísum stað eins og að framan greinir.

En þegar kom að síðasta liðnum, prófessorinn í rúminu þá fann hann engan prófessor þar og var verulega hissa á því. Þá hófst mikil leit. Og prófessorinn hélt áfram að leita og leita og leita og aldrei fann hann prófessorinn í rúminu og þannig held ég að sagan hafi endað.

Höfundur ókunnur.


mbl.is Tók þátt í leitinni að sjálfri sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Góður ! -- og að gefnu tilefni !

Jón Valur Jensson, 27.8.2012 kl. 01:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband