Vindmyllur í Blöndudal fyrir 60 árum

Þegar ég sá þessa frétt þá rifjaðist upp fyrir mér að þegar ég fór sem sumarstrákur að Syðri-Löngumýrir í Blöndudal 1954 þá var þar uppistandandi vindmylla til raforkuframleiðslu. Dynamór og rafgeymar.

Þegar betur er að gáð þá voru vindmyllur á mörgum bæjum sem ég man eftir. Á þessum tímapunkti voru þær komnar í vanhirðu. Aldrei var talað um þessar vindmyllur, eins og þær ættu sér enga sögu. Og einhverra hluta vegna grennslaðist ég aldrei um þetta vindmyllumál og kann engar skýringar á því.

Allavega læðist að mér sá grunur að þarna hafi verið eitthvert félagslegt framtak að ræða en svo hafi skort þekkingu til að halda búnaðinum við. Vindmyllurnar voru að mig minnir allar eins að stærð.

En ég hef fyrir satt að framleitt var rafmagn með vindorku , sem notað var til lýsingar í Blöndudal fyrir 60 árum.

Það er alveg klárt.


mbl.is Vindmyllur á Íslandi innan árs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Er ekki verið að rugla með nöfn? Vindmyllur voru notaðar til að mala korn, rétt eins og vatnsmyllur en þar var nokkurs konar túrbínuvinna í gangi. Vindrafstöðvar eru yngri tól og þetta þarf auðvitað ekki að skýra nánar.

Mér er svo sem ekki neitt sérlega niðri fyrir vegna þessara nafnabrengla. Setti þetta bara inn svona til að fólk átti sig þá betur á því að þarna eru tvö fyrirbæri í umræðunni og ekki  með öllu ólík.

Árni Gunnarsson, 15.11.2011 kl. 18:20

2 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Rétt hjá þér Árni. Þakka þér fyrir ábendinguna ég nota rangt nafn.

Vindrafstöð á það að vera, en málvenja var samt sem áður að tala um vindmyllur, að mig minnir.

Okey, þú getur ef til vill frætt okkur eitthvað meir um þessi mál til sveita?

Þorsteinn H. Gunnarsson, 15.11.2011 kl. 18:24

3 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Faðir minn smíðaði vindrafstöð fyrir 1930, hann keypti útvarpstæki 1927 og það þurfti rafmagn, þessi vindrafstöð þjónaði hleðslu fyrir marga bæi eftir 1930 þegar útvarpstæki fóru að breiðast út, menn komu um langan veg að fá hlaðna sýrurafgeyma. Hann keypti dínamó eða rafal og smíðaði turn og vængi.

1942 kaupir hann svo vindrafstöð af Heklu  sem þjónaði fram undir 1960 en þá kom rafmagn frá Rarik. Upp úr 1942 urðu vinrafstöðvar þó nokkuð útbreydar og framleiddu rafmagn til ljósa í íbúðarhús og útihús.

Ragnar Gunnlaugsson, 15.11.2011 kl. 20:10

4 identicon

Skemmtilegt að lesa þessa grein og ekki síður athugasemdirnar, sem fylgja. Vindrafstöðvarnar komu til sögunnar að manni skilst í sveitum landsins á fjórða áratug síðustu aldar, skilst mér, og voru við lýði fram undir 1950 gæti ég trúað. Margt varð til þess að þær komu ekki að nógu góðum notum. Eitt var skortur á tækniþekkingu og tæknimönnum. Ég hygg, að faðir hans Árna, sem kommentarar hér fyrstur, hafi verið einn örfárra í dreifbýli sem kunnu eitthvað fyrir sér í þeim efnum. En það hefur verið óþarflega hljótt um vindrafstöðvarnar og lítið skráð um sögu þeirra. Mig langar til að nota þetta tækifæri og skora á hann Árna Gunnarsson að kíkja á það mál. Bæði vegna þess hve hann er vel ritfær maður og ekki síður vegna þess fróðleiks, sem ég veit að hann býr yfir.

Þorkell Guðbrandsson (IP-tala skráð) 16.11.2011 kl. 10:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband