Ótímabær gjaldtaka

RjúpnaveiðilöndFuglaveiðar eru frjálsar veiðimönnum í afréttum og almenningum.

Þessvegna er þessi gjaldtaka ótímabær og óljóst á hvaða lögum eða eignarheimildum hún er byggð og er þess hvergi getið af hálfu sveitarfélagsins í tilkynningu.

Þá hefur sveitarfélagið enga heimild til að loka vegum. Það er Vegagerð ríkissins sem metur það og ber ábyrgð á því.

Ég hvet veiðimenn að hafa þetta rugl úr Vestur-Húnvetningum að engu og stunda sínar fuglaveiðar eins og hver veiðimaður vill innan ramma laga og reglna.

Það er eftir að úrskurða hvort Arnarvatnsheiði og Tvídægra séu þjóðlendur eða ekki. Á meðan sá úrskurður og þau álitamál eru ekki frágengin verður að líta svo á að hér sé um að ræða frumhlaup af hálfu sveitarfélagsins.

Þessum málatilbúnaði er mótmælt.


mbl.is Selja veiðileyfi í afrétti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband