Bandaríkjamenn farnir

Nú eru Bandaríkjamenn farnir frá Íslandi og Framsóknarmenn gufaðir upp frá stærsta þéttbýli við Faxaflóann, enda var heimilisfesta þeirra aðallega hjá Sölunefnd varnaliðseigna.

Það er ekki neinum vafa undirorpið að af Kínverjum má margt læra og sjálfsagt geta þeir ýmislegt af okkur lært líka.

Stjórnarfarið í löndunum er ólíkt en þeir þurfa ekki að glíma við misvægi atkvæða eftir kjördæmum eins og er hjá okkur því í Kína er bara einn flokkur og allt miklu auðveldara.

Nú eru kjaftakerlingar upp í Háskóla að raupa um það í fjölmiðlum að Davíð Oddsson væri að undirbúa framboð vegna þess að kommúnistar væru að yfirtaka landið.

Og ég sem hélt að hann væri kominn norður í Svartá í Húnavatnssýslu að veiða eftir að vera laus úr prísundinni ,,að svo stöddu".


mbl.is Jóhanna: Lítum til Kína eftir fyrirmyndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband