Ekki sveitarstjórnarmál

Icesavemálið er ekki sveitarstjórnarmál.

En fyrst bæjarstjórn Kópavogs er að skora á Alþingi á annað borð, að þá væri nú ágætt að fá eina litla tillögu um að skora á Alþingi að breyta kosningalögum vegna Alþingiskosninga.

Kópavogsbúar ásamt öðrum kjósendum í Suðvesturkjördæmi hafa bara 1/2 atkvæði - sagt og skrifað hálft atkvæði - miðað við t.d.  kjósendur úr Norðvesturkjördæmi.

Það væri nú þarft að þetta yrði rannsakað, af hverju málum er svo komið varðandi kosningarréttinn.

Hvaða öfl eru það í þjóðfélaginu sem vilja hafa misvægi í kosningarétti eftir búsetu. 

Eru það Sjálfstæðismenn í SV-kjördæmi? Spyr sá sem ekki veit.


mbl.is Rannsaki Icesave-málið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hvað segir Oddný Sturludóttir núna?

Sveitarstjórn að álykta um utanríkismál?

Kópavogsbær hlýtur auðvitað bara að eiga að vera fyrir börnin...

Guðmundur Ásgeirsson, 26.5.2010 kl. 19:29

2 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Hlutverk sveitarstjórna er lögbundið, en vitaskuld geta sveitarstjórnir ályktað um hvaðeina.

Hættan er bara sú að menn fari að leiða athyglina frá sínu umhverfi t.d. staðbundnum viðfangsefnum.

Þetta var nú erindið sem ég átti með þessari færslu.

Ég er ekki kunnugur Oddnýju Sturludóttur og veit því ekki hvað hún segir núna.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 26.5.2010 kl. 20:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband