Þórólfur veit hvað hann syngur. Duglegur rekstrarmaður, eins og sagt er.

Oft er gott að fara millileið ef maður er í einhverjum vandræðum með peninga og  hvað skuli nú gera. Hætt er við að einhver klíka þyrpis í kringum Þjóðarsjóð og það sé beinlínis stefnt að því.

Frekar vildi ég sjá Viðlagasjóð elfdan. Hann á sér upphafsögu þegar náttúruhamfarir brutust upp í Vestmannaeyjargosinu, en hann var einmitt stofnaður til að mæta skakkaföllum. Borgum við ekki svokallað viðlagagjald af öllum tryggingum sem við tökum sem renna í viðlagasjóð. Þar er allt til reiðu stjórn starfsfólk, greiðslukerfi og þekking.

Svo mætti nota hluta af arðinum til að lækka rafmagns og hitaveitureininga landsmann þannig að þeir finndu ærlega fyrir því að þeir ættu orkulindirnar.

Stundum getur tekjuafgangur myndast ef vara og þjónusta eru ofreinknuð. Á árum áður var t.d Kaupfélag Reykjavíkur og Nágrennis KRON með svokallaða arðmiða.  Þá þurfti að halda saman verslunarmiðum. Þá var hægt að fá til baka  í hlutfalli við verslun einstaklinga og fjölskyldu ef verslunarreikningur búðanna skilaði tekjuafgangi.

Þetta var nú í árdaga, grundvöllur og hugsjón samvinnuhugsjónarinnar að hagnaðurinn yrði eftir þar sem hann myndaðst og félagsmenn nytu ábatans.

Ef eitthvað yrði afgangs af þjóðararðinum þegar upp væri staðið gæti það runnið í ríkisjóð til að greiða niður halla.

Er ekki gráupplagt að blanda svona sjónarmiðum og hugsjónum saman í þessari ríkistjórn.

Það er sanngjörn krafa að frjálshyggjan og markaðshugmyndafræðin séu  ekki alltaf í fyrirrúmi.


mbl.is Gagnrýnir þjóðarsjóðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. apríl 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband