Púðursnjór- Hægir á hlýnun jarðar?

Hann kastaði éli um 3:30 ,máttlausu, en um 4:30 var komin samfelld snjókoma í hægum vindi. Fljótt sá þess merki, því það fennti yfir mannanna verk og slóðir. Þessi snjókoma hefur eflaust hægt á hlýnun jarðar, því um leið og hún fellur dregur hún varma í sig. Þannig vinna kerfi jarðar og lögmálin saman. Allt leitar sér jafnvægis.

Starfsmenn borgarinnar voru komnir snemma að ryðja og var gott færi frá Vogum og upp í Kópavog. Ökumenn urðu að aka af gætni til að missa ekki vald á aðstæðum. En ég hefði ekki gefið í ástandið þegar fólk fór í vinnuna og koma börnum í skóla og bílum fjölgaði á akbrautum.

Í sveitinn eru börn með foreldrum sínum við gegningar snemma morguns, það er/var þeirra leikskóli. Nú eru risnir nýtísku leikskólar út um sveitir og komast börnin oft með skólabílnum þangað, en skólabílstjórar eru hugdjarfir menn og kaldir kallar í allskonar tíðarfari.


mbl.is Fólk beðið um að fara varlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. apríl 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband