Baðst Sigríður Á. Andersen lausnar sem dómsmálaráðherra

Ætli forseti Landsréttar útdeili nokkrum verkefnum til fjórmenningana. Þeir gætu orði verkefnalausir vegna hræðslu um það að allt sem þeir koma nærri sé ólögleglegt. Í því felst vandinn. Það er óttinn.

Valdið í lýðveldinu hvílir á þrem stoðum löggjafarvald, framkvæmdavald og dómsvald og engin utan dómstólsins getur haft húsbóndavald yfir dómurunum. Varla má talast við eða skrifast á  milli þessara kerfa, það sást best þegar Halldór Blöndal skrifaði bréf upp í Hæstarétt og spurði um eitthvað hvort það stæðis, sem var í vinnslu á Alþingi? Þá fór allt í uppnám. Menningarþjóðir hafa stjórnlagadómstól til að svara svoleiðis málum.

Það þarf að koma betur fram vegna misvísandi og ruglaðarar umræðu hvort Sigríður Á. Andersen hafi beðist lausnar hjá forseta og hvort forseti hafi veitt henni lausn frá störfum og hvernig það fór fram? Kom fram nýtt ráðherrabréf og hvernig standa þessi ráðherramál hjá Sjálfstæðisflokknum? Er Sigríður Á. Andersen bara í vetrarfríi?

Talað er um Birgir Ármannsson og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur sem góða kandidata en það er óútkljáð mál. Birgir er reyndur og stendur því ef til vill nær, en Áslaug er kona og það er kvennahalli  á flestum stöðum.

Engin veit neitt og allt er þetta í tómarúmi, með dómstólana, og almenningur híar á stjórnarráðið.


mbl.is Ber skylda til að gegna störfum áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. mars 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband