Góð umgengni við sjávarauðlindina er forsenda fyrir því að útgerðamenn fái að veiða

,,Kleif­a­berg hef­ur verið meðal feng­sæl­ustu fiski­skipa ís­lenska flot­ans. Afli skips­ins frá ár­inu 2007 hef­ur verið tæp 100.000 tonn og afla­verðmæti yfir 30 millj­arðar króna á nú­v­irði. Lang stærsti hluti þessa frá­bæra ár­ang­urs má þakka yf­ir­burða áhöfn á skip­inu. Ef skipið stopp­ar í 3 mánuði eru all­ar lík­ur á að sjó­menn á Kleif­a­bergi fái vinnu á öðrum skip­um. Með þess­ari ákvörðun er verið að leggja niður 52 manna vinnustað,“ er haft eft­ir Run­ólfi höfuð páfa í frétta­til­kynn­ingu." Segir í frétt Morgunblaðsins.

Það er nú ofmælt að verið sé að leggja niður 52 manna vinnustað.

Fyrir liggur að Kleifabergið hefur skilað miklum verðmætum úr sjó svo athygli hefur vakið. Ábyggilega er áhöfnin mjög dugleg og útgerðin í fantafínu standi.

En skildu þeir gramsa í auðlindinn og velja það vermætasta til að ná þessum árangri og hend hinu. Er ekki hægt að gera einhverja útreikninga á vermætum og bera saman við einhverjar stærðir og flokkanir. Þetta þarf að leið í ljós?

Framkvæmdastjórin véfengir upptökurnar og ætlar að skjóta sér í ,,skjól"? hjá sjávarútvegsráðherra og fá úrskurð í von um breytingu á niðurstöðu Fiskistofu. Augu allra eru á sjávarútvegsráðherra.

Ef rannsóknaraðili verður að fara í vitnaleiðslur verður að tryggja að áhöfnin fái vernd gegn hugsanlegum yfirgangi útgerðarinnar.

Á íslensku heitir það að mönnum verði ekki hótað að missa plássið ef þeir segja það sem rétt er.  Þetta er mikilsvert að hafa á hreinum.

Það er svo auðvelt að ógna mönnum með brottvísun, sem framkvæmtastjórinn er nú að vissu leiti búin að teikna upp að menn séu að fara annað. Ætli menn reyni ekki að þrauka þennan tíma frekar en að missa skipspláss á þessu annar frábæra skipi.


mbl.is Svipta Kleifaberg RE-70 veiðileyfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. janúar 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband