Það er komin nál og svo er sprungið út á hrísi

2014-10-11 17.27.03Ef heyskortur var yfirvofandi og skuld í kaupfélaginu, þá gat nú syrt í álinn hjá bændum hér í den tid. Þá var úrslitaatriðið að nálin kæmi sem fyrst upp, en það var kallað þegar fyrstu grænustráin sáust upp úr ljósum sverðinum vanalega var þetta vallarsveifgras túnvingull eða háliðagras. í þessum grænu stráum var ógnar fóðurkraftur og gerði sauðkindinni gott og fór hún því að taka við sér og svo þegar farið var að setja margt á takmarkað tún var sagt ,, og ég held að það vaxi upp í kjaftinn á þeim", svona voru bændur bjartsýnir framm í rauðan dauðan.

2012-09-28 10.51.49Einlembu gróður var kominn í úthaga þegar sprungið var út á hrísi, fjalldrapa og þá var um að gera að ryðja geldfé hrútum og einlembum út fyrir túgarðinn og lát fénaðin dorra til fjalla og bóndinn anda léttar. En þá var það lágfóta sem var óvinurinn, sem gat ráðist á veikburða fénaðinn. Oft studdist beitinn við græna kólfa mýrarstör frá fyrra árið sem fénaðurinn elti undan klak keldum sem voru að þiðna og var með nokkuð fóðurígildi í, sem þarf að rannsaka, þó það hafi ekki búfræðilega hagnýtt gildi nú á dögum þegar gnægð heyja er sem betur fer víðast hvar þó fréttir berist enn af horfelli í landinu.

Sumardagurinn fyrsti var mikill hátíðisdagur til sveita. Meira haft við í mat og drykk. Sérstaklega var bakkelsi vel útilátið.

2012-09-28 11.23.43Fóstra mín sagði mér að farið hafi verið í leiki þar sem hún ólst upp þ.e. í Stóradal. Ég beið spenntur 3 vor að það væri farið í einhverja svoleiðis leiki en það fórst fyrir og varð ekki af því. þetta var skollaleiku þar sem bundið var fyrir augun á einum og átti hann að góma einhvern og þekkja hann með því að þukla. Þá var mítoo ekki komið til skjalanna eða í vitund fólks og allt var frekar frjálslegt.

100_5298Yfirleit held ég að vinna hafi verið fell niður á sumardaginn fyrsta nema nauðsynlegustu gegningar. Menn reikuðu þá frekar eitthvað út á tún og spörkuðu um nokkrum hrossataðs hrúgum svona til að hreyfa sig fóru þá ef til vill í rannsóknarleiðángra að huga að því hvað þyrfti að gera á jörðinni, girðingar ræsi o.þ.h.

Svo hvíldi fólk sig, hamingjusamt yfir því að hafa lifað veturinn af.

 


mbl.is Hvernig verður sumarið?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. apríl 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband