Og ónýttist málið svo

Víða í okkar sögum er talað um að mál hafi ónýttst og var allt kapp á það lagt og vöru þeir mestir málfylgjumenn sem voru lagnir við að ónýta málarekstur fyrir andstæðingnum og var þá gjarnan sagt, ,,og hurfu svo menn mjög af þingi og reið hver til síns heima og var allt kyrrt um stund."

Þetta mál er svo gjörsamlega ónýtt, enda einkennilegt að menn sé kærðir fyrir manndráp og líkið hefur aldrei fundist, aðal sönnunar gagnið.

Málið litaðist mjög af spíramáli og skemmtistaðnum Klúbbnum og hugsanlegum tengslum Framsóknarflokks við eitthvað vafasamt þar sem aldrei upplýstist. Óli gamli Jó sem þá var dómsmálaráðherra varð að glíma við Vilmund Gylfason sem var ungur og að brjótast til valda og hamaðist á Framsóknarmönnum vegna spillingar. Sá málarekstur mun halda áfram meðal fólksins í landinu lengi.

Allt var voða spúki og vafasamt, þannig sá ég einhvern tíman bjöllu við Rauðhóla og gat ekki á heilum mér tekið í lengri tíma. Auðvitað hefur þarna verið hundaeigandi að viðra hund sinn frekar en grafarræningjar við störf.

Það er fagnaðrefni að þessu sé að ljúka og má Davíð Þór Björgvinson hafa sæmd af þessu máli.

Það er löngu þekkt að áfengi var hent í sjóinn á Faxaflóa og hirt svo af mönnum sem voru í þessum bransa. Var þá  áfenginu gjarnan hent við sjöbauuna og þá í einhverskonar trossu.


mbl.is Sýkna hafi blasað við allt frá 1977
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. febrúar 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband