Samgönguvandræði á Ströndum

Er ekki ágæt höfn í Norðurfirði? Ég þekki það ekki nógu vel, en er ekki hægt að nýta samgöngur á sjó að vetri til og gæti það ekki verið hagfelldara fyrir ríkið?

Sumarfrí 2007 016Mínir frændur fóru þarna um þvers og kruss að vetri til, voru að vísu oft á litlum bátum og lentu í hættum sem ekki var svo sem til fyrirmyndar, en um þetta er hægt að lesa og fullvissa sig um að samgöngur á sjó eru kostur og við Íslendingar vanmetum það mjög.

Mér er nærtækt að koma sjónarmiðum systur minnar Halldóru Gunnarsdóttur á framfæri hún er nú Hrafnistukona en var mikill sjóhundur hér áður fyrr, lifir báða eiginmenn sína, skipstjóra og vélstjóra. Hún skammast sín fyrir að þjóðin hafi ekki strandferðaskip hvað þá heldur millilandaskip. Svo geta verið flóabátar, en slík útgerð er vafalaust erfið í rekstri.

En að skjótast með fólk inn á Hólmavík ætti nú að vera gerlegt.


mbl.is „Alls engin“ viðbrögð við neyðarkalli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. desember 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband