Reif feikna kjaft við veghefilstjórann

Maður hét Jónas Vermundsson og starfað hjá Vegagerðinn á Blönduósi lengi en er nú dáinn. Blessuð sé minning hans. Það var nú ekkert grín í gamladaga að að hefla vegina. Sveitavegirnir voru mjög mjóir og auðvelt að missa hefillinn útaf. Oft var lítið malarlag og menn voru stundum að hefla mold inná og fengu skömm í hattinn. Oft var farið mjög snemma að hefla, klaki varla farinn úr vegunum sem lýsti sér þannig að víða voru drulluslörk sem gúlpuðust upp úr veginum eins og graftrarkýli og ekkert að gera annað en að slétta yfir. Seinna fóru menn, eftir að kranabílarnir komu, að krafs uppúr þessu og moka því í burtu, sem var ekkert annað en móhella og mold og setja frostfrítt efni í holuna. Voru það snyrtileg vinnubrögð, tákn um meira verksvit og betri fjáhag Vegagerðarinnar. Oft voru bændur með slóða í eftirdragi til að slétta þetta þegar þeir komu með mjólkina út eftir. Þannig batnaði vegurinn hvert ár.

Jónas var eitt sinn að hefla Blöndudalinn framm eftir. Þetta þóttu mikil tíðind að sjá hefil.

Poki með salti var á vegkantinum við skurð sem þurrkaði veginn upp. Jónas rak hornið óvart í pokann svo hann þ.e. pokinn, valt oní skurðinn. Ég varð voða reiður, lítill stubbur og hugðist taka Jónas til bæna þegar hann kæmi út eftir og sat fyrir honum því ekki lagði maður í það að elta hefilinn og stoppa hann.

Nú, nú, hittir nú Jónas þennan fokreiða dreng og stoppar og gefur sig á tal við mig. Ég helli úr skálum reiði minnar, eins og Blöndudeilana sé skollinn á og alsherjarstríð blasi við. Jónas var hálf hissa á þessum litla tappa og lætur sér fátt um finnast og mögnuðust þá ræðuhöldin. Málinu lauk þannig að Jónas taldi að þessi poka skjatti ætti fyrir löngu að vera kominn heim að bæ. Hver bæri ábyrgð á því, hm og beindi máli sínu til mín? Og skellti hurðinn og ók af stað. Sá ég svo hefilinn hverfa norður sveitina. Auðvitað hafði ég tapað þessari orustu og horfði á pokann niður í skurðinum. Svo var vegurinn óhjólandi á eftir. Þetta var allt hið versta mál.


mbl.is Á sama vegheflinum í nær 26 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. desember 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband