Ellert skorar

Ellert skorar og Bjarni reynir að verjast, með bundið fyrir ermar og lofar engu.

Þá datt mér í huga saga af bónda nokkrum sem varð að skríða inn í tóttir þar sem var mikill músagangur, Bóndi hnýtti fyrir skálmar og ermar svo mýsnar skriðu ekki inn á hann.

Kátur kláraði hann gjöfina á beitarhúsunum og rölti niður brekkuna og heim. Í miðri brekku varð honum mál að pissa. Bóndi rennir nú niður  og þreifar fyrir folanum en finnur ekki. Í staðin fyrir það skýst út mús. Hvert í logandi hvernig gat þetta átt sér stað hugsar bóndi en hlær mikið. Auðvitað hafði músin skriðið niður hálsinn á bónda og niður bringuna, en bóndi taldi það vera folann sem væri að dingla sér í hálsmálinu.

Já bændur geta átt mikið undir sér, stundum.


mbl.is Ekki í fótboltaskóm á Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. desember 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband