Hugmyndir eru uppi um að frysta verkfallsjóði verkalýðshreyfingarinnar strax til að lama hana

Uppi eru hugmyndir um að reyna að gelda verkalýðshreyfinguna með því að frysta fé hennar.

Halldór Jónsson segir í færslu sem ber heitið RAGNAR ÞÓR steytir hnefann, á bloggsíðu sinni: ,,Miðað við skipulag á stéttarfélögum og stjórn þeirra blasir við hversu úrelt þetta skipulag í kjaradeilum er. Upphlaupsmenn láta kjósa sig í valdastöður með örbroti atkvæða félagsmann. Út á það ætla þeir að stefna þjóðinni í verkföll að eigin smekk." Segir Halldór

Það má vera að heldur ýtarlegir atkvæðagreiðsla ætti að eiga sér til að fara í vekföll. Maður er bara ekki dómbær á það.

Síðan kemur aðalmálið hjá Halldóri

,,Ég held að það fyrst sem verði að gera er að setja atkvæðagreiðsluskyldu á verkalýðsfélög með verkfallsrétt. Það næsta er að frysta alla fjármuni félaga vinnumarkaðsins í byrjun verkfalls. Enginn fái aðgang að sjóðum meðan vinnustöðvun stendur.  Feira gæti komi til ef fólk vill bara nota hnefana en ekki heilann."

Hann er seigur Halldór og segir umbúðarlaust hvað hann vill.

En hvernig á þessi aðgerð að bera að. Væntanlega þarf atbeina Alþingis til þess. Ekki liggur fyrir hvort meirihluti sé fyrir slíkum lögum. Kannske er komið eitthvert leynisamkomulag sem halldór veit af, skritíð ég skrifa Halldór alltaf með litlum staf og þarf sí og æ að leiðrétta mig. Það væri þá spurningin að allur hagnaður atvinnulífsin væri frystur í leiðinni og athugað hverning hann er til kominn og myndaður.

Einu sinni kom upp umræða á fundi sem ég var á fyrir u.þ.b. 50 árum um það hver væri uppspretta verðmætasköpunnarinnar og hváðu menn það væri augljóslega að fjármagnið væru uppspretta auðsins annað kæmi ekki til greina. Þá kvað Ólafur Einarsson sonur Einars Olgeirssonar upp úr með það að uppspretta auðsins væri vinnan. Þetta er auðvelt að útskýra.

Ef byggja á hljóð skilrúm eins og er verið að byggja víða í þéttbýli t.d. á Hafnarfjarðarvegi í Kópavogi mundi ekkert gerast þó efninu yrði sturtað á vekstað. Það væri ekki fyrr en rúta með verkamönnum kæmi að eitthvað færi að gerast. Vissulega þarf að kaupa efnið, Þannig vinnur fjármagnið og vinnuaflið saman, en fjármagnið er ensím, hvati, en vinnuaflið frumuppspretta. Þess vegna á vinnuaflið alltaf skýlausan rétt í arði eða hlut í gróða fyrirtækja, þettar er alltaf spurning hvernig það hlutfall á að vera. Það sem aðallega hefur kveikt elda sem nú skíðlöga í er einmitt að stjórnendur og forstjórar sem best vita hvernig reikningurinn stendur hafa krafsað til sín háar upphæðir sem launauppbætur sem eru alveg út í bláinn að mati alþýðunnar. Svo auðvitað ákvarðanir Kjararáðs. Þar liggur hundurinn grafinn. Reiðin sem af því hlýst er krepptur hnefi sem Halldór lýsir svo vel í færslu sinni á Mogga blogginu.

Hann er vel ritfær hann Halldór enda fjölmenntaður verkfræðingur og ætti að getað reiknað þetta gróðahlutfall fjármags og vinnu fyrir verkalýðshreyfinguna, frekar en að vera hella olíu á eldinn.

Það er nefnilega afar skrýtið að fjármagn er verðtryggt en ekki vinnuafl.

 

 


Bloggfærslur 9. nóvember 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband