Hreppaskil, heimaslátrun og sullurinn

!2.okt var mikill viðmiðunrdagur þegar ég vara að alast upp. Þá voru svokölluð hreppaskil, síðasti réttardagur og sú dýrð sem fylgdi því að vera í réttum var semsagt á förum. Haustið var að leggjast að. Engin söngur lengur eða fjör.

Um hreppaskil átti allt fé að vera komið til sín heima og í skil alla vega innan viðkomandi fjárskiptahólfs. ,,Sauðfjársjúkdómalína lokið hliðinu." Þá fóru bændur að hlusta af mikilli athygli á veðurspá, ef hann bryst á með norðan garði. Þá var gott að vera búin að smala og hafa allt sitt fé undir þaki, svo ekki þyrfti að eyða orku í að kemba skurði og aðra staði þar sem fé gæti lent í fönn. Eftir hreppaskil fóru  bæjarrekstrar að ganga um sveitina, hundleiðinlegt fyrirbæri. Þá efndi einhver til bæjarrekstur, setti afbæjarfé í rekstur og rak til næsta bæjar þar setti næsti bóndi ókunnugt fé saman við og svo gengu þessir rekstrar úr og suður um sveitina.

Eftir hreppaskil var haustslátrun kláruð gamalám og vanmetapeningi slátrað og þá varð að passa að hundarnir kæmust ekki í hráan og var þeim haldi frá blóðvelli. Þeir voru einskonar milliliður milli kindarinnar og mannsins varðandi sullinn. það var eins og maður stæði frami fyrir heimsendi ef hundur gat dregið sér einhvern hráa bút upp í móa og grafið hann þar mjög vísindalega til geymslu og að eiga auka birgðir. Svo stálu þeir hvor frá öðrum hundarnir á bænum og voru mjög hróðugir yfir því.

Nú er lítil hætta á að hundar í þéttbýli nái í hrá en nauðsynlegt að láta hreinsa þá með því að gefa þeim töflu og ætti fólk að hafa góða reglu á því.

Hreppaskilin eru tímamót og árstíðarskipti. Þá var nauðsynlegt að vera búin að ganga frá öllum heyjum, þar sem voru tóttir og uppborin hey og girða þau svo andskotans túntíkurnar kæmust ekki í þau til að stela sér tuggu. Það gat verið eilíft stríð.

Þessi tímamót voru líka kærkomin. Það var ekki þessi eilífa spenna sem fylgdi amstri lífsbaráttunnar og gott var að komast tímanlega inn í bæ og komast í bækur og blöð og slappa af og vera latur. Eitt hefur fylgt þessari dasetningu hjá mér, en ég fór æfinlega í síðar nærbuxur á þessum degi. Þannig leið mér vel úti.


mbl.is Vöðvasullur greinist í sauðfé
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. október 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband