Vettvangsferð í Laugarnes. Sorglegt að sjá það drabbast niður

Tók mér útivistartúr í Laugarnesinu í morgunn að athuga ástand og umgengni um svæðið. Þar hefur Bjarnarkló náð ótrúlegri útbreiðslu og samkvæmt fréttum er vökvi hennar eitraður og veldur skaða á hörundi.

Ekki er hægt að ganga um svæðið svo þétt er hvönnin og hefur aðallega náð fótfesti á svæði Laugarnestanga 65. Hún er orðin svo há að svokölluð listaverk eru kominn í kaf. Þarna er kominn vísir að bílakirkjugarði en þarna sá ég bíl með skoðunarnúmeri 0015 og ætti því að vera skoðaður.

Ungmenni voru að bisa við að fjarlægja bjarnarklóna í átaki sem Reykjavíkurborg er að framkvæma þarna. Það er að mínu mati verk sem ekki næst árangur að með handafli.

Það þarf mikið  meiri þunga í það verk. Áhrifaríkast væri að taka hvönnina upp með stórvirkum vélum svo sem vörubílskrabba, gröfu ellegar að ýta svæðinu upp í bing með jarðýtu og hafa jarðvegskipti.  Það er náttúrlega kostnaðarsamt og hver á að borga fyrir þessi umhverfisspjöll? Ósanngjarnt að það lendi á skattgreiðendum. Hafa sama hátt á og er við aðalstöðar Strætó á Kirkjusandi. Setja jarðýtu á þetta dót allt.

Ekki er nú mikil prýði að svokölluðum listaverkum ef þau sjást ekki og enga ferðamenn sá ég þarna, aðeins fréttaljósmyndara að taka myndir  af subbuskapnum.

Fyrir nokkru birti Umboðsmaður borgarbúa álit um óleyfisframkvæmtir sem hafa verið unnar í Laugarnesi og taldi að þær væru allar ólöglegar og Borgin hafi ekki sé um að framkvæmdir væru með eðlilegu móti eins og allir borgarbúar og verktakar yrðu að lúta og lagði fyrir stjórnvöld að byrja á byrjunarreit og rekja sig eftir málinu lið fyrir lið og koma því í það horf sem lög áskilja.

Nú er að sjá hvort borgarstjóri gyrði sig í brók og þessi aðgerða sé eitthvað upphaf eða máttlaust fálm út í loftið.


Bloggfærslur 21. júlí 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband